Skip to main content
12. febrúar 2016

Heimkoma eftir Sigurð Gylfa Magnússon

""

Út er komin bókin Heimkoma. Huganir í samtímanum eftir Sigurð Gylfa Magnússon, prófessor við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Bókin er gefin út í opnum aðgangi og hægt er að nálgast bókina með því að smella hér.

Bókin hefur að geyma áður birtar greinar sem eru stuttar ádrepur eða ritdómar um menn, málefni, sagnfræðileg álitamál eða bækur. Í bókinni er einnig birt samtal Sigurðar Gylfa og Hilmu Gunnardóttur sagnfræðings frá árinu 2005 um akademísk álitamál. Samtalið birtist áður í vefritinu Kvisksögu/Kistunni og hafði að geyma harða gagnrýni á fjölmargar birtingarmyndir háskólastarfsins. Flestar urðu greinar bókarinnar til á fyrsta áratug 21. aldar í mikilli samræðu hóps fólks sem starfaði þá innan ReykjavíkurAkademíunnar og vildi nálgast viðfangsefni sín með nýjum hætti. 

Sigurður Gylfi Magnússon er doktor (Ph.D.) í sagnfræði frá Carnegie Mellon háskóla í Bandaríkjunum. Hann er höfundur fjölda bóka og greina á sviði sagnfræði og hefur einbeitt sér að hugmyndafræði einsögunnar (microhistory). Hann er prófessor í menningarsögu við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, einn þriggja ritstjóra ritraðarinnar Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar sem Háskólaútgáfan gefur út og annar tveggja ritstjóra nýrrar ritraðar sem hið alþjóðlega útgáfufyrirtæki Routledge gefur út og nefnist Microhistories

Miðstöð einsögurannsókna við Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands gefur bókina út.

Sigurður Gylfi Magnússon prófessor og forsíða bókarinnar Heimkoma.
Sigurður Gylfi Magnússon prófessor og forsíða bókarinnar Heimkoma.