Skip to main content
28. júní 2016

Guðni kjörinn forseti Íslands

""

Guðni Th. Jóhannesson, prófessor í sagnfræði við Sagnfræði- og heimspekideild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, hefur verið kjörinn forseti Íslands. Guðni hefur gegnt starfi fræðimanns í sagnfræði 19. og 20. aldar, með áherslu á sögu Íslands, frá ársbyrjun 2013 og sinnti stundakennslu á sama sviði 1996-1998 og 2004-2007.

Guðni hefur tvær meistaragráður í sagnfræði, aðra frá Háskóla Íslands og hina frá St. Antony´s College, University of Oxford. Hann lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Queen Mary, University of London, árið 2003.

Samstarfsfólk Guðna á Hugvísindasviði árnar honum heilla og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi.

Guðni Th. Jóhannesson
Guðni Th. Jóhannesson