Skip to main content
4. júlí 2025

Græn framtíð rædd í Grósku: Evrópuverkefnin VERGE og GAMMA kynnt

Græn framtíð rædd í Grósku: Evrópuverkefnin VERGE og GAMMA kynnt með sérfræðingum og fræðafólki - á vefsíðu Háskóla Íslands

Tvö nýstárleg verkefni, sem hlotið hafa styrk frá Horizon Europe, styrkjaáætlun Evrópusambandsins, héldu nýlega viðburð í Grósku þar sem bæði þessi verkefni voru kynnt. Verkefnin sem um ræðir eru VERGE og GAMMA og á fundinum var farið yfir markmið þeirra, niðurstöður og framvinda.

Á viðburðinum komu saman samstarfsaðilar VERGE og GAMMA, fulltrúar frá Orkuklasanum, fræðimenn og almenningur.

VERGE er þriggja ára verkefni sem er að fullu styrkt (um 3,2 milljónir evra) af Horizon Europe áætluninni. Verkefnið snýst um framleiðslu á ammoníaki úr endurnýjanlegri orku sem hægt er að nota sem rafeldsneyti eða til framleiðslu á nituráburði en það er umhverfisvæn lausn sem gæti skipt sköpum fyrir framtíð jarðar.

GAMMA verkefnið, sem leitt er af Verkís, hlaut 13 milljóna evra styrk frá Horizon Europe. Verkefnið hófst í janúar 2024 með það að markmiði að þróa umhverfisvænar lausnir sem nýta grænt ammoníak og lífmetanól til skipaflutninga og draga þannig úr hlýnun jarðar og losun gróðurhúsalofttegunda.

Sigurður Magnús Garðarsson, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands, setti viðburðinn. Að því loknu kynnti Egill Skúlason, prófessor við Háskóla Íslands, rannsóknarverkefnið VERGE (Versatile and direct e-fuel and fertiliser generation from renewable electricity) og Kjartan Due Nielsen, nýsköpunarstjóri hjá Verkís, kynnti GAMMA verkefnið (Green ammonia and biomethanol fuel maritime vessels).

Í pallborðsumræðum tóku þátt Helga Dögg Flosadóttir, framkvæmdastjóri Atmonia ehf., Kjartan Due Nielsen og Spyros Kouvelis, ráðgefandi sérfræðingur VERGE og teymisstjóri í samstarfsverkefni ESB og Persaflóaríkjanna um græna umbreytingu. Öll þrjú tóku þátt í áhugaverðum umræðum um núverandi stöðu ammoníaks sem rafeldsneytis, sérstaklega með tilliti til skipaflota innan Evrópusambandsins og á Íslandi.

"