581 kandídar brautskrást frá Heilbrigðisvísindasviði á laugardag

Hátt í 2.800 kandídatar brautskrást úr grunn- og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands laugardaginn 14. júní. Þetta er síðasta brautskráning Jóns Atla Benediktssonar í embætti rektors skólans.
Samtals brautskrást 581 kandídatar frá Heilbrigðisvísindasviði og skiptast þeir þannig eftir deildum sviðsins:
221 með MS/Cand
316 með BS
44 með viðbótar- eða grunndiplómur
Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild (151)
MS- próf í ljósmóðurfræði (1)
MS- próf í ljósmóðurfræði til starfsréttinda (14)
MS-próf í hjúkrunarfræði (15)
MS próf í Lýðheilsuvísindum (2)
Viðbótar- og starfsréttindanám – sérsvið hjúkrunar (6)
BS-próf í Hjúkrunarfræði (113)
Lyfjafræðideild (26)
MS-próf í lyfjafræði (10)
MS-próf í heilbrigðisvísindum (1)
BS-próf í lyfjafræði (15)
Læknadeild (254)
MS-próf í geislafræði (1)
MS-próf í iðnaðarlíftækni (1)
MS-próf í lífeindafræði (8)
MS-próf í líf- og læknavísindum (8)
MS-próf í sjúkraþjálfun (36)
MPH-próf í lýðheilsuvísindum (2)
Viðbótardiplóma í geislafræði (8)
Viðbótardiplóma í lífeindafræði (2)
Viðbótardiplóma í lýðheilsuvísindum (8)
Kandídatspróf í læknisfræði (60)
BS-próf í geislafræði (6)
BS-próf í lífeindafræði (20)
BS-próf í læknisfræði (46)
BS-próf í sjúkraþjálfunarfræði (33)
Grunndiplóma í heilbrigðisgagnafræði (15)
Matvæla- og næringarfræðideild (35)
MS-próf í matvælafræði (6)
MS-próf í næringarfræði (5)
MS-próf í iðnaðarlíftækni (2)
BS-próf í matvælafræði (9)
BS-próf í næringarfræði (13)
Sálfræðideild (98)
MS- próf í Hagnýtri sálfræði (27)
MS- próf í hagnýtri atferlisgreiningu (8)
MS- próf í menntun framhaldsskólakennara, sálfræðikennsla (1)
Viðbótardiplóma í hagnýtri atferlisgreiningu (5)
BS-próf í sálfræði (57)
Tannlæknadeild (12)
Cand.odont. próf í tannlæknisfræði (9)
BS-próf í tannsmíði (3)
Brautskráð verður í tvennu lagi í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal en þess má geta í ár eru 30 ár frá því að Háskóli Íslands hóf að brautskrá kandídata í Laugardalshöll. Beint streymi verður frá báðum athöfnum.
Sem fyrr segir eru þetta síðustu brautskráningarathafnir Jóns Atla Benediktssonar en hann lætur af embætti rektors um næstu mánaðamót. Frá því hann tók við embættinu fyrir tíu árum hafa alls 31.737 brautskráðst frá Háskóla Íslands.
Á fyrri brautskráningarathöfninni, sem hefst kl. 10, taka kandídatar í grunn- og framhaldsnámi frá Félagsvísindasviði, Heilbrigðisvísindasviði og Hugvísindasviði við prófskírteinum sínum. Samtals brautskrást 744 frá Félagsvísindasviði, 581 frá Heilbrigðisvísindasviði og 447 frá Hugvísindasviði.
Seinni athöfnina, sem hefst kl. 13.30, sækja kandídatar í grunn- og framhaldsnámi frá Menntavísindasviði og Verkfræði- og náttúruvísindasviði. Alls brautskrást 711 frá Menntavísindasviði og 296 Verkfræði- og náttúruvísindasviði.
Samanlagt brautskrást því 2.779 kandídatar frá Háskóla Íslands á laugardag.
Hátt í 2.800 kandídatar brautskrást úr grunn- og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands laugardaginn 14. júní. Mynd Kristinn Ingvarsson