Skip to main content

Verkefnastjórnun

Verkefnastjórnun

Félagsvísindasvið

Verkefnastjórnun

MS gráða – 120 einingar

Meistaranám í verkefnastjórnun er fyrir þau sem vilja öðlast þekkingu og skilning á verkefnastjórnun innan fyrirtækja og stofnana.

Fátt er verkefnastjórnun óviðkomandi en verkefnastjórnun er bæði hagnýtt og fræðilegt nám.

Skipulag náms

X

Breytingastjórnun (VIÐ190F)

Í þessu námskeiði verður farið yfir helstu atriði breytingastjórnunar, s.s. innleiðingu breytinga, viðbrögð starfsmanna, helstu hindranir í vegi breytinga ásamt þeim hamlandi og hvetjandi kröftum sem eru að verki í breytingaferlinu.  Farið verður ítarlega í kenningar og aðferðir sem breytingastjórnun byggir á og ræddar verða algengustu lausnir og aðferðir í stjórnun breytinga.  Rætt verður um hlutverk leiðtoga, stjórnenda almennt og millistjórnenda í breytingum sem og krísustjórnun. Fjallað verður einnig um fyrirtækjamenningu og hvers vegna hún er mikilvægur þáttur í breytingaferlinu.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Cecilie Gaihede, Fagstjóri Sarps
Linda Björk Hávarðardóttir, Stjórnarmeðlimur í Verkefnastjórnunarfélagi Íslands
Margrét Lúthersdóttir, deildarstjóri Rauða krossins í Mosfellsbæ
Cecilie Gaihede, Fagstjóri Sarps
MS í verkefnastjórnun

Með bakgrunn í hugvísindum ákvað ég að sækja um nám í verkefnastjórnun, til að auka möguleika mína á atvinnumarkaði. Það að geta tekið námskeiðið „Inngangur að rekstri“ og með því fengið aðgang inn í mastersnám í Viðskiptafræðideild höfðaði til mín og þá var ekki aftur snúið. Í náminu hef ég lært ótrúlega mikið um sjálfa mig og sömuleiðis að vinna með öðrum. Kennslan var mjög metnaðarfull, bæði fjölbreytt og skemmtileg. Námið krafðist þess að ég lagði mig alla fram og væri vel undirbúin fyrir hvern tíma, til að fá sem mest út úr hverju námskeiði. Tækin, tólin og hugmyndafræði verkefnastjórnunar sem ég hef tileinkað mér í gegnum námið eru hagnýt og hafa gagnast mér mikið þegar það kemur að því að leysa flókin verkefni á skipulagðan hátt. Námið hefur tvímælalaust hjálpað mér í atvinnuleit og eftir námið var ég ekki lengi að fá draumastarfið mitt. Ég myndi hiklaust mæla með mastersnáminu í verkefnastjórnun við Háskóla Íslands.

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Viðskiptafræðideild á samfélagsmiðlum

 Instagram    Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.