Skip to main content

Umhverfisverkfræði

Umhverfisverkfræði

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Umhverfisverkfræði

MS – 120 einingar

Meistaranám í umhverfisverkfræði við Háskóla Íslands er tveggja ára (120 ECTS) nám sem miðar að því að gera nemendum kleift að greina og finna verkfræðilegar lausnir á umhverfisverkefnum sem verða sífellt mikilvægari og umfangsmeiri í nútíma þjóðfélagi.

Skipulag náms

X

Endurnýjanleg orka: inngangur (UAU111F)

Þróun í átt til sjálfbærari orkukerfa, byggir á aukinni notkun  umhverfisvænni og endurnýanlegri orku.  Í þessu inngangsnámskeiði verður:  i) gefin yfirsýn yfir sögu orkunotkunar í heiminum allt til stöðu orkumála í dag.  Að auki verður gefin innsýn inn í framtíðarspár Alþjóða Orkumálastofnunarinnar (IEA) með áherslu á sýn þeirra á endurnýjanlega orku og sjálfbærni ii) gefin yfirsýn yfir hefðbundnda og óhefðbundna orkugjafa svo sem vatnsorku, jarðvarma, sjávarföll, sólarorku og vindorku auk lífmassa með áherslu á verkfræðilegar nálganir og eðli þessarra orkugjafa iii) gefin innsýn í rafmagnsframleiðslu iv) gefið yfirlit yfiir umhverfisáhrif orkuvinnslu og orkunotkunar v) gefin yfirsýn yfir stefnumótun í orkumálum með sjálfbærni að leiðarljósi, auk annarrar stefnumótunar svo sem í loftslagsmálum.

Námskeiðið er samsett af vettvangsferðum og fyrirlestrum. 

Námskeiðið er eingöngu fyrir nemendur í kjörsviðinu: Endurnýjanleg orka.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Lokaverkefni (UMV441L)

Meistaraverkefni er rannsóknar- og/eða verkfræðilegt hönnunarverkefni unnið undir handleiðslu meistaranefndar. Meistaranemandi velur verkefni í samráði við umsjónarkennara sem almennt er einnig leiðbeinandi. Val er um 30 eða 60 eininga meistaraverkefni (eitt eða tvö misseri). Í 30 eininga verkefni er áhersla á verkfræðilega hönnun eða rannsókn sem hentar nærumhverfi en í 60 eininga verkefni er leitað eftir vísindalegu framlagi til alþjóðlegs umhverfis sem er birtanlegt á ritrýndum vettvangi. Meistaranemandi skrifar meistararitgerð skv. sniðmáti sviðsins og ver ritgerðina í meistaravörn. Ytri prófdómari og meistaranefnd meta ritgerðina, verkefnið og vörnina til einkunnar skv. matskvarða deildarinnar sem er á Uglu. Nemandinn skilar meistararitgerð og veggspjaldi. Meistaranefndin getur óskað eftir að nemandi láti prenta ritgerðina og afhenda prófdómara og meistaranefnd eintök. Vinsamlegast kynnið ykkur gátlista fyrir brautskráningu og reglur um meistaranám.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Vatnsgæði (UMV121F)

Iðn- og fólkvæðing hefur leitt til hnignunar vatns og jarðvegsgæða. Þetta námskeið kannar lífsferil helstu mengunarvalda í yfirborðsvatni, grunnvatni og jarðvegi: frá uppsprettu, örlögum þeirra í umhverfinu, hvernig menn verða fyrir menguninni, leiðir til þess að endurheimta (og hreinsa) vatnshlot og jarðveg í anda sjálbærnismarkmiðs Sameinuðu þjóðanna (nr. 14-15). Kúrsinn veitir fræðilegan grunn til þess að áætla styrkleika mengunar í vatni og jarðvegi.

Viðfangsefni: Mengunarvaldar í yfirborðsvatni, grunnvatni og jarðvegi. Flutningur og þynning mengunar. Stöðugleiki vatns og vindblöndun. Stærðfræðilegar lausnir til þess að meta styrk mengunar í ám, vötnum, fjörðum og grunnvatni. Mengun á föstu formi, botnfelling og endurupptaka. Flutningur gastegunda og súrefnisþurrð. Efnafræðileg hrörnun mengunarvalda. Sig mengunar í jarðvegi. Endurheimt og hreinsun mengaðs vatns og jarðvegs.

Kennsla fer fram á ensku í formi fyrirlestra, umræðna um staðbunding og hnattræn mengunarslys, og hagnýtra rannsóknarverkefna. Nýjar rannsóknir sem viðkoma vatns- og jarðvegsmengun á Íslandi verða rýndar.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Vatnsgæði (UMV121F)

Iðn- og fólkvæðing hefur leitt til hnignunar vatns og jarðvegsgæða. Þetta námskeið kannar lífsferil helstu mengunarvalda í yfirborðsvatni, grunnvatni og jarðvegi: frá uppsprettu, örlögum þeirra í umhverfinu, hvernig menn verða fyrir menguninni, leiðir til þess að endurheimta (og hreinsa) vatnshlot og jarðveg í anda sjálbærnismarkmiðs Sameinuðu þjóðanna (nr. 14-15). Kúrsinn veitir fræðilegan grunn til þess að áætla styrkleika mengunar í vatni og jarðvegi.

Viðfangsefni: Mengunarvaldar í yfirborðsvatni, grunnvatni og jarðvegi. Flutningur og þynning mengunar. Stöðugleiki vatns og vindblöndun. Stærðfræðilegar lausnir til þess að meta styrk mengunar í ám, vötnum, fjörðum og grunnvatni. Mengun á föstu formi, botnfelling og endurupptaka. Flutningur gastegunda og súrefnisþurrð. Efnafræðileg hrörnun mengunarvalda. Sig mengunar í jarðvegi. Endurheimt og hreinsun mengaðs vatns og jarðvegs.

Kennsla fer fram á ensku í formi fyrirlestra, umræðna um staðbunding og hnattræn mengunarslys, og hagnýtra rannsóknarverkefna. Nýjar rannsóknir sem viðkoma vatns- og jarðvegsmengun á Íslandi verða rýndar.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Muhammad Ayesh Muneeb
Muhammad Ayesh Muneeb
Umhverfisverkfræði, MS

Námið í umhverfisverkfræði er vel uppbyggt og maður kynnist afar vel mismunandi sérhæfingu innan þess. Í náminu er fengist við mörg mikilvæg viðfangsefni, allt frá himnuverkfræði sem tengist hreinsun vatns og skólps til hönnunar stíflna til nýtingar vatnsorku og hönnunar fráveitukerfa. Kennararnir eru mikið fagfólk og búa yfir mikilli þekkingu og því hefur námið verið framúrskarandi og aukið og dýpkað þekkingu mína sem verkfræðings á sviði hollustuhátta og öryggis.

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 09:00-15:30

Einnig er hægt að hafa samband í gegnum netspjall hér á síðunni (í samræmi við þjónustutíma)

​Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði:

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.