Skip to main content

Tannlæknavísindi

Tannlæknavísindi

Heilbrigðisvísindasvið

Tannlæknavísindi

MS – 120 einingar

Viltu öðlast dýpri skilning á tannlæknavísindum? Langar þig að stunda rannsóknir?

Tannlæknadeild býður upp á rannsóknatengt framhaldsnám til meistaragráðu þar sem námið er sniðið eftir bakgrunni umsækjanda. 

Skipulag náms

X

Málstofa II (TAN026F)

Málstofan er almennur vettvangur fyrir akademíska umræðu í tannlæknadeild. Hún er annars vegar vettvangur fyrir nemendur í rannsóknatengdu framhaldsnámi til að kynna og ræða um verkefni sín og hins vegar flytja þar kennarar deildarinnar og ýmsir gestafyrirlesarar fyrirlestra um málefni tengd tannlæknavísindum. Hver málstofa fer þannig fram að gestafyrirlesari, sem jafnframt er fundarstjóri, flytur erindi um eigin rannsóknir. Síðan kynna meistaranemar verkefni sín með erindi. Umræður eru að loknu hverju erindi auk sameiginlegrar umræðu í lok málstofunnar. Málstofan á að veita nemendum þjálfun í eftirfarandi atriðum: 1. Að flytja yfirlitsfyrirlestur um viðfangsefni eigin rannsókna. 2. Að standa fyrir svörum í fræðilegri umræðu. 3. Að kynna sér efni á stuttum tíma nægilega vel til að geta hafið um það fræðilegar umræður. 4. Að taka almennan þátt í umræðum. Málstofan er opin öllum sem áhuga hafa og kennarar eru hvattir til að mæta og taka þátt í þessu akademíska starfi.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Málstofa I (TAN015F)

Málstofan er almennur vettvangur fyrir akademíska umræðu í tannlæknadeild. Hún er annars vegar vettvangur fyrir nemendur í rannsóknatengdu framhaldsnámi til að kynna og ræða um verkefni sín og hins vegar flytja þar kennarar deildarinnar og ýmsir gestafyrirlesarar fyrirlestra um málefni tengd tannlæknavísindum. Hver málstofa fer þannig fram að gestafyrirlesari, sem jafnframt er fundarstjóri, flytur erindi um eigin rannsóknir. Síðan kynna meistaranemar verkefni sín með erindi. Umræður eru að loknu hverju erindi auk sameiginlegrar umræðu í lok málstofunnar. Málstofan á að veita nemendum þjálfun í eftirfarandi atriðum: 1. Að flytja yfirlitsfyrirlestur um viðfangsefni eigin rannsókna. 2. Að standa fyrir svörum í fræðilegri umræðu. 3. Að kynna sér efni á stuttum tíma nægilega vel til að geta hafið um það fræðilegar umræður. 4. Að taka almennan þátt í umræðum. Málstofan er opin öllum sem áhuga hafa og kennarar eru hvattir til að mæta og taka þátt í þessu akademíska starfi.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.