Skip to main content

Stjórnun og hönnun þjónustu

Stjórnun og hönnun þjónustu

Félagsvísindasvið

Stjórnun og hönnun þjónustu

MS – 90 einingar

Framhaldsnám í Stjórnun og hönnun þjónustu til MS gráðu er í senn hagnýtt og fræðilegt nám fyrir þau sem vilja öðlast þekkingu og skilning á þeim sértæku úrlausnarefnum er tengjast stjórnun í þjónustufyrirtækjum eða stofnunum.

Skipulag náms

X

Stjórnun þjónustu (VIÐ174F)

Með námskeiðinu fá nemendur tækifæri til að afla og tileinka sér góða og hagnýta þekkingu á stjórnun þjónustu. Í námskeiðinu er farið yfir lykilatriði kenninga um stjórnun þjónustu, ekki síst varðandi hönnun og veitingu þjónustu. Mikil áhersla er á að vinna með dæmi í samhengi við hagnýt úrlausnarefni. Kennslan er umræðumiðuð með áherslu á vendikennslu og yfirferð raundæma. Árangur og ánægja nemenda veltur á undirbúningi fyrir tímana og virkni í umræðu sem tekur mið af lesefni, dæmisögum og raunverkefnum. Nemendur vinna bæði viðamikið hópverkefni og einstaklingsverkefni þar sem áhersla er lögð á bæði fræðilega og hagnýta nálgun í tengslum við atvinnulífið. Verkefnin eru kynnt í tíma á bæði vinnslustigi og lokastigi. Lögð er rík áhersla á virkni og þátttöku nemenda í námskeiðinu.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Heiður Ýr Guðjónsdóttir
Lísa Björg Ingvarsdóttir, viðskiptastjóri GoPro
María Jóna Samúelsdóttir
Heiður Ýr Guðjónsdóttir
MS í þjónustustjórnun

Ég valdi þjónustustjórnun því að ég vissi að það væri nám sem gæti komið mér að góðum notum þar sem þjónustumál fyrirtækja og stofnana hafa rými til að vaxa hér á landi. Námið er nýtt og því spennandi að sjá hvernig það þróast áfram. Mikill lærdómur er fólginn í því að hlusta á kennara, aðra nemendur og þá einstaklinga sem nemendur fá tækifæri til að hitta á vinnumarkaðnum út frá verkefnavinnu. Kennslan er fjölbreytt og skemmtileg og í nokkrum fögum er unnið með raundæmi sem kenna nemendum hvernig hægt er að samtvinna akademíuna og atvinnulífið sem ég tel mjög mikilvægt.

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Viðskiptafræðideild á samfélagsmiðlum

 Instagram    Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.