Safnafræði - Örnám


Safnafræði
Örnám – 30 einingar
Örnám á framhaldsstigi í safnafræði er stutt en gagnlegt nám sem veitir nemendum hagnýta þekkingu á safnastarfi. Safnafræði er fræðigrein sem tekur til allra þátta safnastarfs og er bæði fjölbreytt og yfirgripsmikil. Fjarnám.
Skipulag náms
- Haust
- Gagnrýnin sýn á praktík og kenningar í safnafræðiB
- Lesnámskeið í MA- námiB
- Vor
- Hvað gerir safnafólk? Innsýn í dagleg störf á safni
- Samfélagslegar áskoranir og söfn
- Inngangur að sýningarstjórnun
- Safn og samfélag: Sirkus dauðans?
- Faglegt starf: Varðveisla, skráning og rannsóknir
- Faglegt starf: Stjórnskipulag, söfnun og miðlun
- Lesnámskeið í MA- námiB
Gagnrýnin sýn á praktík og kenningar í safnafræði (SAF105F)
Í námskeiðinu verður tekist á við gagnrýnar spurningar sem tengjast víxlverkun á milli praktíkur (e. practice) og kenninga í safnastarfi. Fjölmörg dæmi úr praktísku safnastarfi listasafna, náttúruminjasafna og menningarminjasafna verða skoðuð í þessu samhengi og hentar námskeiðið því nemendum úr fleiri greinum en safnafræði, s.s. eins og fornleifafræði, listfræði, menningarfræði, fötlunarfræði, mannfræði, þjóðfræði, félagsfræði og fleiri greinum. Saga safna verður skoðuð með gagnrýnu hugarfari og hugað verður að straumum og stefnum í faginu við upphaf 21. aldar. Sérstaklega er litið til safna sem almannastofnanir, en sem slíkar hafa þær mörgum og vaxandi hlutverkum að gegna fyrir samfélög, lífsgæði fólks og hópa, menntun, rannsóknir og þverþjóðleg samskipti svo eitthvað sé nefnt. Fjallað verður m.a. um hagnýtingu kenninga í safnastarfi, siðferði, ritskoðun, hnattvæðingu, frumbyggja, áhrif stafrænnar menningar, trúarbrögð, innflytjendur og inngildingu, svo eitthvað sé nefnt. Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi og byggir námsmat á verkefnum sem unnin eru yfir önnina. Námskeiðið hefst í byrjun október og endar í lok nóvember.
Lesnámskeið í MA- námi (SAF006F)
Nemandi leitar til umsjónarkennara námskeiðsins og óskar eftir leiðsögn í sjálfstæðu verkefni.
Markmið lesnámskeiða er að nemendur hafi möguleika á að afla sérhæfðari þekkingar á ýmsum sviðum safnafræði. Kennari og nemendur ákveða lesefnið í sameiningu og nemendur gera skriflega grein fyrir þekkingu sinni í lok námskeiðsins.
Hvað gerir safnafólk? Innsýn í dagleg störf á safni (SAF207F)
Í þessu námskeiði fá nemendur að kynnast þeim faglegu áskorunum sem felast í daglegum störfum á safni, nánar til tekið á Hönnunarsafni Íslands. Markmiðið er að kynna nemendur fyrir væntingum almennings, stjórnsýslu safna (safnaráði) og eigendum þeirra og með hvaða hætti söfn reyna að mæta þeim. Nemendur verða kynntir fyrir því hvað felst í faglegu starfi safna almennt, og stöðu og tilgangi hönnunarsafna í því ljósi. Markmiðið er að veita nemendum hagnýta innsýn inn í safnastarf, og greina það með hliðsjón fræðilegs lesefnis og faglegra reglugerða, starfshefða, og siðareglna ICOM. Fyrst eru haldnir fyrirlestrar á netinu, og svo í lok janúar mæta nemendur í hálfs dags staðlotu á Hönnunarsafni Íslands (mætingarskylda) og velja einn dag einu sinni yfir misserið (á tímabili ákveðið af kennara og starfsmönnum Hönnunarsafns Íslands) á starfsdag í safninu, þar sem tveir og tveir vinna saman með starfsmanni safnsins í heilan dag. Námsmat byggir á mætingu í staðlotu og í starfsdag og skriflegu verkefni þar sem reynsla þeirra af Hönnunarsafni Íslands er sett í samhengi við fræðilegt lesefni.
Samfélagslegar áskoranir og söfn (SAF202M)
Námskeiðið skoðar á gagnrýninn hátt áhrif samtímans á söfn og starfshætti þeirra. Leitast verður við að gefa góðan skilning á því hvernig söfn standa frammi fyrir og leitast oft við að takast á við ýmsar samfélagslegar áskoranir, þar á meðal fjölbreytni, jöfnuð, þátttöku, félagslegt réttlæti og sjálfbærni. Í námskeiðinu verður fræðilegur grunnur samfélagsmála safna skoðaður og dæmi þar að lútandi. Áherslur verða meðal annars á að skoða hlutverk safna sem talsmenn jaðarsettra hópa, mikilvægi samvinnu og samsköpunar og aðferðir til að takast á við loftslagsbreytingar innan safnastarfs, svo eitthvað sé nefnt. Umræður og verkefni skora á nemendur að hugsa gagnrýnið um hlutverk safna í samfélaginu. Í lok námskeiðsins verða nemendur búnir góðri færni og þekkingu til að takast á við félagsleg hlutverk safna í ört breytilegum heimi. Námskeiðið verður kennt frá lokum febrúar til loka mars.
Inngangur að sýningarstjórnun (SAF019F)
Fjallað verður um helstu atriði sýningargerðar og störf sýningarhöfundar, sýningarstjóra og sýningarhönnuðar. Mismunandi aðferðir við sýningastjórnun verða skoðaðar með gagnrýnum hætti og hugmyndafræðilegur grunnur sýninga kannaður. Áhersla verður lögð á frásagnarafbrigði sýninga, handritsgerð og miðlunarleiðir. Einnig verður lögð áhersla á að skoða og greina sýningar listasafna, menningarminjasafna og náttúruminjasafna og kanna með gagnrýnu hugarfari hvernig ólíkar leiðir miðla upplýsingum og upplifunum. Hugað verður að innlendum og erlendum dæmum.
Safn og samfélag: Sirkus dauðans? (SAF201M)
Í þessu námskeiði verða margþætt tengsl safna og þeirra samfélaga sem þau þjóna skoðuð. Kannað verður hvernig söfn eru ekki aðeins vörslumenn menningararfs heldur einnig virkir þátttakendur í mótun menningarlegra frásagna og samfélagslegra sjálfsmynda. Með því að skoða sögulegt samhengi, fræðilega umgjörð og hagnýtar dæmisögur fá nemendur innsýn í það mikilvæga hlutverk sem söfn gegna við að sýna og stundum ögra samfélagslegum gildum. Í námskeiðinu verður farið yfir efni eins og söfn sem hvati til samfélagsbreytinga, mikilvægi inngildingar og aðgengis, og áhrif stafrænnar tækni á samfélagsþátttöku. Með umræðum, dæmum og praktískum verkefnum munu nemendur kanna hvernig söfn geta á áhrifaríkan hátt virkjað fólk og stuðlað að réttlátara samfélagi. Í lok námskeiðsins munu nemendur hafa tileinkað sér góðan skilning á því hvernig söfn geta brugðist við þörfum og gildum fólks í þeim samfélögum sem þau þjóna.
Faglegt starf: Varðveisla, skráning og rannsóknir (SAF209F)
Í safnalögum 141/2011 kemur fjölbreytilegt hlutverk safna skýrt fram, þau eiga að varðveita menningar-og náttúruarf þjóðarinnar og tryggja að honum verði skilað óspilltum til komandi kynslóða. Söfn sinna eftirfarandi störfum:
- Söfnun – uppbygging safnkosts, meðferð og aðbúnaður safngripa
- Varðveisla og skráning safnakosts – forvörslumál, húsnæðismál, öryggismál og skráningarmál safngripa
- Miðlun á söfnum - þróun og möguleikar, og að endingu rannsóknir - rannsóknir á safnkosti, rannsóknir sem útskýra safnkost, faglegar rannsóknir
- Mat á starfsemi safna, bæði út frá safngestinum og einnig sjálfsmat (aðferðir og úrvinnsla), sem og stjórnunarlegum þáttum í safnastarfi.
Skýr fagleg viðmið, reglur og eftirlit þurfa að vera til staðar til þess að tryggja að söfn sinni hlutverki sínu á faglegan hátt, í þágu samfélagsins. Í þessu námskeiði verða tilvik úr íslensku safnastarfi greind með tilliti til faglegs starfs (e. best practices), fræðilegs efnis, lagaumhverfis safna, siðareglna ICOM, og með aðkomu sérfræðinga helstu safnastofnanna landsins, sem miðla af reynslu sinni með raunverulegum dæmum úr störfum sínum á söfnum innanlands og erlendis.
Námskeiðið ætti að henta öllum þeim sem hyggjast starfa á sviði menningarmála og eru í menningartengdu námi, svo sem fornleifafræði, listfræði, menningarfræði, fötlunarfræði, mannfræði, þjóðfræði, félagsfræði og fleira. Námskeiðið er kennt frá síðari hluta febrúar, fram til apríl þegar vormisseri lýkur. Nemendur kynnast hvaða faglegu áskoranir felast í varðveislu gripa (til dæmis vegna slakrar varðveisluaðstæðna í geymslum, samtímasöfnun og fleira), skráningu safnkosts og safnarannsóknum.
Í námskeiðinu verða haldnir fyrirlestrar á netinu, byggðir á kennslubókinni Faglegt starf safna: Tilvik og álitamál (2018) og ein staðlota haldin í viku 6 (1 dagur), þar sem nemendur fara í vettvangsferðir á söfn og fá fyrirlestra frá sérfræðingum starfandi á söfnum. Skyldumæting er í staðlotu. Námsmat byggir á verkefnavinnu yfir misserið, mætingu í staðlotu og stuttu skriflegu verkefni þar sem viðfangsefni staðlotu er sett í samhengi við fræðilegt lesefni.
Faglegt starf: Stjórnskipulag, söfnun og miðlun (SAF208F)
Í safnalögum 141/2011 kemur fjölbreytilegt hlutverk safna skýrt fram, þau eiga að varðveita menningar-og náttúruarf þjóðarinnar og tryggja að honum verði skilað óspilltum til komandi kynslóða. Söfn sinna eftirfarandi störfum:
- Söfnun – uppbygging safnkosts, meðferð og aðbúnaður safngripa
- Varðveisla og skráning safnakosts – forvörslumál, húsnæðismál, öryggismál og skráningarmál safngripa
- Miðlun á söfnum - þróun og möguleikar, og að endingu rannsóknir - rannsóknir á safnkosti, rannsóknir sem útskýra safnkost, faglegar rannsóknir
- Mat á starfsemi safna, bæði út frá safngestinum og einnig sjálfsmat (aðferðir og úrvinnsla), sem og stjórnunarlegum þáttum í safnastarfi
Skýr fagleg viðmið, reglur og eftirlit þurfa að vera til staðar til þess að tryggja að söfn sinni hlutverki sínu á faglegan hátt, í þágu samfélagsins. Í þessu námskeiði verða tilvik úr íslensku safnastarfi greind með tilliti til faglegs starfs (e. best practices), fræðilegs efnis, lagaumhverfis safna, siðareglna ICOM, og með aðkomu sérfræðinga helstu safnastofnana landsins, sem miðla af reynslu sinni með raunverulegum dæmum úr störfum sínum á söfnum innanlands og erlendis.
Námskeiðið ætti að henta öllum þeim sem hyggjast starfa á sviði menningarmála og eru í menningartengdu námi, svo sem fornleifafræði, listfræði, menningarfræði, fötlunarfræði, mannfræði, þjóðfræði, félagsfræði og fleira. Námskeiðið er kennt frá upphafi misseris í janúar og fram í febrúar. Nemendur kynnast stjórnskipulagi safna (þar með talið safnaráði, safnalögum og siðareglum ICOM), hverju er safnað á söfnum og hvernig því er miðlað.
Í námskeiðinu verða haldnir fyrirlestrar á netinu, byggðir á kennslubókinni Faglegt starf safna: Tilvik og álitamál (2018) og ein staðlota haldin í viku 6 (1 dagur), þar sem nemendur fara í vettvangsferðir á söfn og fá fyrirlestra frá sérfræðingum starfandi á söfnum. Skyldumæting er í staðlotu. Námsmat byggir á verkefnavinnu yfir misserið, mætingu í staðlotu og stuttu skriflegu verkefni þar sem viðfangsefni staðlotu er sett í samhengi við fræðilegt lesefni.
Lesnámskeið í MA- námi (SAF010F)
Nemandi leitar til umsjónarkennara námskeiðsins og óskar eftir leiðsögn í sjálfstæðu verkefni.
Markmið lesnámskeiða er að nemendur hafi möguleika á að afla sérhæfðari þekkingar á ýmsum sviðum safnafræði. Kennari og nemendur ákveða lesefnið í sameiningu og nemendur gera skriflega grein fyrir þekkingu sinni í lok námskeiðsins.
- Haust
- Gagnrýnin sýn á praktík og kenningar í safnafræði
- Praktík og kenningar í safnafræði
- Vor
- Faglegt starf: Varðveisla, skráning og rannsóknir
- Faglegt starf: Stjórnskipulag, söfnun og miðlun
- Hvað gerir safnafólk? Innsýn í dagleg störf á safni
- Samfélagslegar áskoranir og söfn
- Safn og samfélag: Sirkus dauðans?
Gagnrýnin sýn á praktík og kenningar í safnafræði (SAF105F)
Í námskeiðinu verður tekist á við gagnrýnar spurningar sem tengjast víxlverkun á milli praktíkur (e. practice) og kenninga í safnastarfi. Fjölmörg dæmi úr praktísku safnastarfi listasafna, náttúruminjasafna og menningarminjasafna verða skoðuð í þessu samhengi og hentar námskeiðið því nemendum úr fleiri greinum en safnafræði, s.s. eins og fornleifafræði, listfræði, menningarfræði, fötlunarfræði, mannfræði, þjóðfræði, félagsfræði og fleiri greinum. Saga safna verður skoðuð með gagnrýnu hugarfari og hugað verður að straumum og stefnum í faginu við upphaf 21. aldar. Sérstaklega er litið til safna sem almannastofnanir, en sem slíkar hafa þær mörgum og vaxandi hlutverkum að gegna fyrir samfélög, lífsgæði fólks og hópa, menntun, rannsóknir og þverþjóðleg samskipti svo eitthvað sé nefnt. Fjallað verður m.a. um hagnýtingu kenninga í safnastarfi, siðferði, ritskoðun, hnattvæðingu, frumbyggja, áhrif stafrænnar menningar, trúarbrögð, innflytjendur og inngildingu, svo eitthvað sé nefnt. Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi og byggir námsmat á verkefnum sem unnin eru yfir önnina. Námskeiðið hefst í byrjun október og endar í lok nóvember.
Praktík og kenningar í safnafræði (SAF104F)
Í námskeiðinu verður tekist á við spurningar sem tengjast víxlverkun á milli praktíkur (e. practice) og kenninga í safnastarfi. Fjölmörg dæmi úr safnastarfi listasafna, náttúruminjasafna og menningarminjasafna verða skoðuð í þessu samhengi og hentar námskeiðið því nemendum úr fleiri greinum en safnafræði, s.s. eins og fornleifafræði, listfræði, menningarfræði, fötlunarfræði, mannfræði, þjóðfræði, félagsfræði og fleiri. Hugað verður að því hvernig bæði praktík og kenningar hafa mótað safnastofnanir og starfsemi þeirra. Fjallað verður m.a. um praktík og kenningar um söfnun, varðveislu, flokkun og skráningar, sýningagerð, gesti, markaðsmál og félagsleg áhrif safna. Námskeiðið er kennt sem netnám og byggir námsmat á fjölbreyttum verkefnum sem unnin eru í námskeiðinu. Námskeiðið er kennt við upphaf haustannar og lýkur í lok september.
Faglegt starf: Varðveisla, skráning og rannsóknir (SAF209F)
Í safnalögum 141/2011 kemur fjölbreytilegt hlutverk safna skýrt fram, þau eiga að varðveita menningar-og náttúruarf þjóðarinnar og tryggja að honum verði skilað óspilltum til komandi kynslóða. Söfn sinna eftirfarandi störfum:
- Söfnun – uppbygging safnkosts, meðferð og aðbúnaður safngripa
- Varðveisla og skráning safnakosts – forvörslumál, húsnæðismál, öryggismál og skráningarmál safngripa
- Miðlun á söfnum - þróun og möguleikar, og að endingu rannsóknir - rannsóknir á safnkosti, rannsóknir sem útskýra safnkost, faglegar rannsóknir
- Mat á starfsemi safna, bæði út frá safngestinum og einnig sjálfsmat (aðferðir og úrvinnsla), sem og stjórnunarlegum þáttum í safnastarfi.
Skýr fagleg viðmið, reglur og eftirlit þurfa að vera til staðar til þess að tryggja að söfn sinni hlutverki sínu á faglegan hátt, í þágu samfélagsins. Í þessu námskeiði verða tilvik úr íslensku safnastarfi greind með tilliti til faglegs starfs (e. best practices), fræðilegs efnis, lagaumhverfis safna, siðareglna ICOM, og með aðkomu sérfræðinga helstu safnastofnanna landsins, sem miðla af reynslu sinni með raunverulegum dæmum úr störfum sínum á söfnum innanlands og erlendis.
Námskeiðið ætti að henta öllum þeim sem hyggjast starfa á sviði menningarmála og eru í menningartengdu námi, svo sem fornleifafræði, listfræði, menningarfræði, fötlunarfræði, mannfræði, þjóðfræði, félagsfræði og fleira. Námskeiðið er kennt frá síðari hluta febrúar, fram til apríl þegar vormisseri lýkur. Nemendur kynnast hvaða faglegu áskoranir felast í varðveislu gripa (til dæmis vegna slakrar varðveisluaðstæðna í geymslum, samtímasöfnun og fleira), skráningu safnkosts og safnarannsóknum.
Í námskeiðinu verða haldnir fyrirlestrar á netinu, byggðir á kennslubókinni Faglegt starf safna: Tilvik og álitamál (2018) og ein staðlota haldin í viku 6 (1 dagur), þar sem nemendur fara í vettvangsferðir á söfn og fá fyrirlestra frá sérfræðingum starfandi á söfnum. Skyldumæting er í staðlotu. Námsmat byggir á verkefnavinnu yfir misserið, mætingu í staðlotu og stuttu skriflegu verkefni þar sem viðfangsefni staðlotu er sett í samhengi við fræðilegt lesefni.
Faglegt starf: Stjórnskipulag, söfnun og miðlun (SAF208F)
Í safnalögum 141/2011 kemur fjölbreytilegt hlutverk safna skýrt fram, þau eiga að varðveita menningar-og náttúruarf þjóðarinnar og tryggja að honum verði skilað óspilltum til komandi kynslóða. Söfn sinna eftirfarandi störfum:
- Söfnun – uppbygging safnkosts, meðferð og aðbúnaður safngripa
- Varðveisla og skráning safnakosts – forvörslumál, húsnæðismál, öryggismál og skráningarmál safngripa
- Miðlun á söfnum - þróun og möguleikar, og að endingu rannsóknir - rannsóknir á safnkosti, rannsóknir sem útskýra safnkost, faglegar rannsóknir
- Mat á starfsemi safna, bæði út frá safngestinum og einnig sjálfsmat (aðferðir og úrvinnsla), sem og stjórnunarlegum þáttum í safnastarfi
Skýr fagleg viðmið, reglur og eftirlit þurfa að vera til staðar til þess að tryggja að söfn sinni hlutverki sínu á faglegan hátt, í þágu samfélagsins. Í þessu námskeiði verða tilvik úr íslensku safnastarfi greind með tilliti til faglegs starfs (e. best practices), fræðilegs efnis, lagaumhverfis safna, siðareglna ICOM, og með aðkomu sérfræðinga helstu safnastofnana landsins, sem miðla af reynslu sinni með raunverulegum dæmum úr störfum sínum á söfnum innanlands og erlendis.
Námskeiðið ætti að henta öllum þeim sem hyggjast starfa á sviði menningarmála og eru í menningartengdu námi, svo sem fornleifafræði, listfræði, menningarfræði, fötlunarfræði, mannfræði, þjóðfræði, félagsfræði og fleira. Námskeiðið er kennt frá upphafi misseris í janúar og fram í febrúar. Nemendur kynnast stjórnskipulagi safna (þar með talið safnaráði, safnalögum og siðareglum ICOM), hverju er safnað á söfnum og hvernig því er miðlað.
Í námskeiðinu verða haldnir fyrirlestrar á netinu, byggðir á kennslubókinni Faglegt starf safna: Tilvik og álitamál (2018) og ein staðlota haldin í viku 6 (1 dagur), þar sem nemendur fara í vettvangsferðir á söfn og fá fyrirlestra frá sérfræðingum starfandi á söfnum. Skyldumæting er í staðlotu. Námsmat byggir á verkefnavinnu yfir misserið, mætingu í staðlotu og stuttu skriflegu verkefni þar sem viðfangsefni staðlotu er sett í samhengi við fræðilegt lesefni.
Hvað gerir safnafólk? Innsýn í dagleg störf á safni (SAF207F)
Í þessu námskeiði fá nemendur að kynnast þeim faglegu áskorunum sem felast í daglegum störfum á safni, nánar til tekið á Hönnunarsafni Íslands. Markmiðið er að kynna nemendur fyrir væntingum almennings, stjórnsýslu safna (safnaráði) og eigendum þeirra og með hvaða hætti söfn reyna að mæta þeim. Nemendur verða kynntir fyrir því hvað felst í faglegu starfi safna almennt, og stöðu og tilgangi hönnunarsafna í því ljósi. Markmiðið er að veita nemendum hagnýta innsýn inn í safnastarf, og greina það með hliðsjón fræðilegs lesefnis og faglegra reglugerða, starfshefða, og siðareglna ICOM. Fyrst eru haldnir fyrirlestrar á netinu, og svo í lok janúar mæta nemendur í hálfs dags staðlotu á Hönnunarsafni Íslands (mætingarskylda) og velja einn dag einu sinni yfir misserið (á tímabili ákveðið af kennara og starfsmönnum Hönnunarsafns Íslands) á starfsdag í safninu, þar sem tveir og tveir vinna saman með starfsmanni safnsins í heilan dag. Námsmat byggir á mætingu í staðlotu og í starfsdag og skriflegu verkefni þar sem reynsla þeirra af Hönnunarsafni Íslands er sett í samhengi við fræðilegt lesefni.
Samfélagslegar áskoranir og söfn (SAF202M)
Námskeiðið skoðar á gagnrýninn hátt áhrif samtímans á söfn og starfshætti þeirra. Leitast verður við að gefa góðan skilning á því hvernig söfn standa frammi fyrir og leitast oft við að takast á við ýmsar samfélagslegar áskoranir, þar á meðal fjölbreytni, jöfnuð, þátttöku, félagslegt réttlæti og sjálfbærni. Í námskeiðinu verður fræðilegur grunnur samfélagsmála safna skoðaður og dæmi þar að lútandi. Áherslur verða meðal annars á að skoða hlutverk safna sem talsmenn jaðarsettra hópa, mikilvægi samvinnu og samsköpunar og aðferðir til að takast á við loftslagsbreytingar innan safnastarfs, svo eitthvað sé nefnt. Umræður og verkefni skora á nemendur að hugsa gagnrýnið um hlutverk safna í samfélaginu. Í lok námskeiðsins verða nemendur búnir góðri færni og þekkingu til að takast á við félagsleg hlutverk safna í ört breytilegum heimi. Námskeiðið verður kennt frá lokum febrúar til loka mars.
Safn og samfélag: Sirkus dauðans? (SAF201M)
Í þessu námskeiði verða margþætt tengsl safna og þeirra samfélaga sem þau þjóna skoðuð. Kannað verður hvernig söfn eru ekki aðeins vörslumenn menningararfs heldur einnig virkir þátttakendur í mótun menningarlegra frásagna og samfélagslegra sjálfsmynda. Með því að skoða sögulegt samhengi, fræðilega umgjörð og hagnýtar dæmisögur fá nemendur innsýn í það mikilvæga hlutverk sem söfn gegna við að sýna og stundum ögra samfélagslegum gildum. Í námskeiðinu verður farið yfir efni eins og söfn sem hvati til samfélagsbreytinga, mikilvægi inngildingar og aðgengis, og áhrif stafrænnar tækni á samfélagsþátttöku. Með umræðum, dæmum og praktískum verkefnum munu nemendur kanna hvernig söfn geta á áhrifaríkan hátt virkjað fólk og stuðlað að réttlátara samfélagi. Í lok námskeiðsins munu nemendur hafa tileinkað sér góðan skilning á því hvernig söfn geta brugðist við þörfum og gildum fólks í þeim samfélögum sem þau þjóna.
- Haust
- Söfn sem námsvettvangur
- Praktík og kenningar í safnafræði
- Gagnrýnin sýn á praktík og kenningar í safnafræði
- Þýðingar og þýðingatækniB
- Kynjajafnrétti í skólastarfiBE
Söfn sem námsvettvangur (SAF016F)
Einn megintilgangur safna á Íslandi er að skila menningar- og náttúruarfi landsins til komandi kynslóða og stuðla að aukinni þekkingu á þessari arfleifð og skilningi á tengslum hennar við umheiminn. Ætlast er til þess (samkvæmt safnalögum) að söfn reyni að „auka lífsgæði manna“ með því að efla skilning á þróun og stöðu menningar, lista náttúru eða vísinda. Söfn og safnfræðsla geta því haft áhrif á samfélag, hópa og einstaklinga. Safnafræði getur komið hér að liði og er megin viðfangsefni námskeiðsins. Kynntar verða fræðilegar kenningar sem hafa að markmiði að stuðla að fjölbreyttri og áhrifamikilli fræðslu tengdri fornleifum, list, náttúruvísindum, menningarlegri arfleifð og öðrum viðfangsefnum safna. Hugað verður að fjölbreyttum markhópum safnfræðslu, hlutverki safngesta innan safna, rými, textagerð, margmiðlun, gagnvirkni og fleira.
Þetta er fjarkennslunámskeið sem skiptist í þrjár lotur. Í hverri lotu eru ör-fyrirlestrar frá kennara með hugleiðingum um námsefnið, gesta-fyrirlestrar (stafrænir) og aukaefni. Þrjár stað og/eða ZOOMlotur eru yfir önnina, þar sem nemendur fá fyrirlestra frá starfsmönnum safna og vinna að fræðsluverkefni í samstarfi við safn í Reykjavík. Verkefnið verður þróað út frá fræðilegum áhuga nemenda undir handleiðslu kennara og með aðstoð starfsmanna safnsins.
Praktík og kenningar í safnafræði (SAF104F)
Í námskeiðinu verður tekist á við spurningar sem tengjast víxlverkun á milli praktíkur (e. practice) og kenninga í safnastarfi. Fjölmörg dæmi úr safnastarfi listasafna, náttúruminjasafna og menningarminjasafna verða skoðuð í þessu samhengi og hentar námskeiðið því nemendum úr fleiri greinum en safnafræði, s.s. eins og fornleifafræði, listfræði, menningarfræði, fötlunarfræði, mannfræði, þjóðfræði, félagsfræði og fleiri. Hugað verður að því hvernig bæði praktík og kenningar hafa mótað safnastofnanir og starfsemi þeirra. Fjallað verður m.a. um praktík og kenningar um söfnun, varðveislu, flokkun og skráningar, sýningagerð, gesti, markaðsmál og félagsleg áhrif safna. Námskeiðið er kennt sem netnám og byggir námsmat á fjölbreyttum verkefnum sem unnin eru í námskeiðinu. Námskeiðið er kennt við upphaf haustannar og lýkur í lok september.
Gagnrýnin sýn á praktík og kenningar í safnafræði (SAF105F)
Í námskeiðinu verður tekist á við gagnrýnar spurningar sem tengjast víxlverkun á milli praktíkur (e. practice) og kenninga í safnastarfi. Fjölmörg dæmi úr praktísku safnastarfi listasafna, náttúruminjasafna og menningarminjasafna verða skoðuð í þessu samhengi og hentar námskeiðið því nemendum úr fleiri greinum en safnafræði, s.s. eins og fornleifafræði, listfræði, menningarfræði, fötlunarfræði, mannfræði, þjóðfræði, félagsfræði og fleiri greinum. Saga safna verður skoðuð með gagnrýnu hugarfari og hugað verður að straumum og stefnum í faginu við upphaf 21. aldar. Sérstaklega er litið til safna sem almannastofnanir, en sem slíkar hafa þær mörgum og vaxandi hlutverkum að gegna fyrir samfélög, lífsgæði fólks og hópa, menntun, rannsóknir og þverþjóðleg samskipti svo eitthvað sé nefnt. Fjallað verður m.a. um hagnýtingu kenninga í safnastarfi, siðferði, ritskoðun, hnattvæðingu, frumbyggja, áhrif stafrænnar menningar, trúarbrögð, innflytjendur og inngildingu, svo eitthvað sé nefnt. Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi og byggir námsmat á verkefnum sem unnin eru yfir önnina. Námskeiðið hefst í byrjun október og endar í lok nóvember.
Þýðingar og þýðingatækni (ÞÝÐ028F)
Þetta námskeið er helgað þeirri tækni og tólum sem þýðendur og aðrir geta notað til við störf sín. Nemendur kynnast mikilvægi þýðingaminna, hvernig menn og vélar nota minnin, og hvernig má samtvinna texta og búa til máltæknigögn og orðabækur. Notkun orðabóka á netinu, gagnabanka og annarra hjálpargagna. Málstefna og íðorðafræði. Fjallað um starfsumhverfi þýðandans og farið yfir atriði sem geta hjálpað einyrkja að fá verkefni og lifa af í gigg-hagkerfinu. Nýtt verður verður reynsla þeirra í hópnum sem hafa starfsreynslu fyrir. Nemendur vinna verkefni í tímum sem undirbúa þá fyrir heimaverkefnin.
Kynjajafnrétti í skólastarfi (KME101F)
Í námskeiðinu verður fjallað um kynjafræði og hvernig helstu hugtök þeirra, svo sem kyn, jafnrétti, kyngervi, kynhlutverk, samtvinnun, hinsegin fræði, kynímynd, staðalmyndir, kynbundið ofbeldi, kynfræðsla, karlmennska og kvenleiki, nýtast til að skilja og skipuleggja skólastarf. Þá verður kynnt löggjöf um kynjajafnrétti og kynjajafnréttisfræðslu og fjallað um tengsl kynjajafnréttis og annars jafnréttis, sbr. aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla. Sérstök áhersla er lögð á að nemendur í námskeiðinu geti greint námsumhverfi, aðferðir og námsefni út frá kynjasjónarhorni. Einnig að þeir geti greint val leikja í leikskóla og í frímínútum og skólaíþróttum. Áherslan í námskeiðinu miðar að því að nemendur stefni að kennslu í yngri bekkjum grunnskóla eða leikskóla.
Nemendur þurfa að mæta í lok nóvember til að kynna lokaverkefni sitt í námskeiðinu.
Í námskeiðinu verður gengið verður út frá því grundvallarsjónarmiði sem kemur fram í aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla að menntun um jafnrétti kynjanna feli í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu í því augnamiði að kennarar geti kennt börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra á forsendum kyns.
Námsmat mun felast í lestrardagbókum, hugtakakönnun og hagnýtum verkefnum tengdum skólastarfi á viðkomandi skólastigi. Skyldumæting er í kynningu lokaverkefnis.
Hafðu samband
Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500
Netfang: nemFVS@hi.is
Opið virka daga frá 09:00 - 15:00
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs
Safnafræði á samfélagsmiðlum

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.