Skip to main content

Opinber stjórnsýsla - Örnám

Opinber stjórnsýsla - Örnám

Félagsvísindasvið

Opinber stjórnsýsla

Örnám – 30 einingar

Örnám í opinberri stjórnsýslu er hagnýt 30 eininga námsleið fyrir þau sem lokið hafa BA- eða BS-námi í einhverri grein. Nám í opinberri stjórnsýslu greiðir leið og styrkir nemendur í starfi á fjölbreyttum og lifandi starfsvettvangi, jafnt hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga, sem og í starfi hjá félagasamtökum.

Skipulag náms

X

Opinber stjórnsýsla (OSS111F)

Á þessu kynningar- og inngangsnámskeiði fá nemendur heildaryfirsýn yfir skipulag og þróun opinberrar stjórnsýslu. Fjallað er um megineinkenni opinberrar stjórnsýslu á Íslandi, þar á meðal grundvöll hennar og helstu mótunarþætti. Í námskeiðinu er farið yfir grundvallarhugtök stjórnsýslufræðanna. Kynntar eru helstu kenningar um skipulagsheildir, valddreifingu og ákvörðunartöku í opinberri stjórnsýslu og lýst þróun stjórnsýslufræðinnar sem fræðigreinar. Athyglinni er sérstaklega beint að tengslum milli opinberrar stjórnsýslu og stjórnmála og áhrifum þeirra tengsla á uppbyggingu, starfshætti og stefnumótun. Áhersla er lögð á greiningu og skilning á því hvað skilur að einkarekstur annars vegar og opinberan rekstur og þjónustu hins vegar.

Athugið að námskeiðið er aðeins kennt með fjarnámssniði. 

2x40 mínútna fyrirlestrar sendir út á netinu og 1x40 mínútna fyrirspurnar- og umræðutími á netinu (Zoom-fundir) á viku.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Rekstur og heilbrigðisþjónusta (HJÚ142F)

Markmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í fræðilega nálgun ýmissa hagrænna þátta sem hafa áhrif á starfsumhverfi í heilbrigðisþjónustu. Þessir þættir eru óumflýjanlegir í öllum rekstri stórum og smáum, hvort sem er opinber rekstur eða einkarekstur.  Í námskeiðinu er farið yfir með hvaða hætti þættirnir birtast og hvernig hægt er að hafa áhrif á þá rekstrinum til góða.  Meðal hugtaka sem farið verður yfir:

  • Framboð, eftirspurn, framleiðsluþættir, teygni
  • Breytilegur-, fastur-, beinn- og óbeinn kostnaður.
  • Áhrif skattheimtu og utanaðkomandi áhrif. Einkagæði og sameiginleg gæði.
  • Viðskipti og hlutfallslegir yfirburðir. Hringrás efnahagslífsins.
  • Framfærslukostnaður, vísitölur og þjóðhagsreikningar.
  • Fjárhagsbókhald, rekstrar- og efnahagsreikningur.
  • Rekstrarbókhald, mismunandi rekstrargreiningar.
Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Anna Björg Jónsdóttir
Guðfinnur Sigurvinsson aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins
Ingileif Oddsdóttir skólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki.
Anna Björg Jónsdóttir
Meistaranám í opinberri stjórnsýsu

Ég hef starfað sem öldrunarlæknir frá árinu 2013 og í því starfi þá skiptir mjög miklu máli að horfa heildrænt á skjólstæðinginn og hans aðstæður. Að mínu mati þarf maður að skilja samfélagið og kerfið sem við búum og störfum í, til að geta gert það vel.  

Ég byrjaði á að fara í diplómanám í opinberri stjórnsýslu og heillaðist. Það lá því algerlega beint við að  halda áfram í meistaranám í opinberri stjórnsýslu að því loknu. Það hefur verið gagnlegt að vera í þessu námi með vinnu því þá hef ég getað horft á hlutina með öðrum, og stundum gagnrýnni, augum. Ég hef væntingar til þess að meistaranámið í opinberri stjórnsýslu hjálpi mér að hjálpa mínum skjólstæðingum og vonandi get ég lagt mitt af mörkum til að öldrunarþjónustan verði skilvirkari og betri. 
Ég veit að persónulega hef ég lært mikið og ég mæli með þessu námi fyrir alla. 

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Stjórnmálafræðideild á samfélagsmiðlum

 Instagram   Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.