Skip to main content

Menntastefnur og matsfræði, M.Ed.

Menntastefnur og matsfræði, M.Ed.

Menntavísindasvið

Menntastefnur og matsfræði

M.Ed. – 120 einingar

Í náminu öðlast nemendur þekkingu og skilning á áherslum í menntastefnum og hvernig þær birtast í námskrám og öðrum stefnuskjölum.

Námið er ætlað kennurum og stjórnendum á öllum skólastigum sem og öðrum þeim sem starfa eða ætla sér að starfa innan menntakerfisins. Fjarnám að mestu eða hluta. 

Skipulag náms

X

Hagnýt matsfræði í skólum, uppeldisstarfi og heilbrigðisþjónustu (STM106F)

Markmið námskeiðsins er að nemi fái grunnþekkingu í matsfræðum og öðlist hagnýta færni í að undirbúa sjálfsmat og tengja það við umbótastarf.
Viðfangsefnin fel í sér umfjöllun um innra mat ólíkra starfseininga og rýnt verður í dæmi af sjálfsmatsverkefnum og umbótastarfi. Rætt verður um megintilgang mats, kynntar mismunandi matsaðferðir og matsstaðlar, rýnt í gagnaöflun, greiningu gagna og mismunandi framsetningu á niðurstöðum. Rætt verður um siðferðileg álitaefni sem tengjast mati. Þá verða rannsóknir á mati, t.d. í skólastarfi kannaðar.
Vinnulag felst í hagnýtum verkefnum í tengslum við starfsvettvang og áhuga þátttakenda þar sem rædd eru afmörkuð viðfangsefni og tiltekið lesefni, unnin smærri verkefni sem ætluð eru til að undirbúa stærra sjálfsmatsverkefni í tengslum við eigin starfsvettvang. Námskeiðið er kennt á neti (í gegnum Zoom) en skyldumæting er í 2-3 vinnulotur (ákveðnar í samráði við nemendur).

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Menntun allra í fjölmenningarsamfélagi: Kenningar og rannsóknir (MAL104F, INT001M)

Hugmyndir um menntun allra, fjölmenningarmenntun og sérkennslu eru mikilvægir þættir í skilvirkum skólum með fjölbreyttum nemendahópum.

Megintilgangur námskeiðsins er að gefa nemendum kost á að dýpka þekkingu sína og skilning á rannsóknum og kenningum á sviði menntunar allra og fjölmenningarfræða á Íslandi og í öðrum löndum.

Fjallað verður um rannsóknir og kenningar er varða jaðarsetningu barna og ungmenna í skólakerfinu út frá hugmyndum um jafnræði, jafnrétti og mannréttindi. Ennfremur verður fjallað um menntun allra og fjölmenningarlega menntun í sögulegu og alþjóðlegu samhengi, stöðu minnihlutahópa og stöðu flóttafólks.

Hugtakið samtvinnun (e. intersectionality) dregur athygli að því að þegar breytur eins og kynþáttur, tungumál, trú, þjóðerni, fötlun, kynhneigð mætast, hafa þær margfeldisáhrif á stöðu nemenda.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs

1. hæð, Stakkahlíð – Enni
s. 525 5950 mvs@hi.is

Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga

Fylgstu með Menntavísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Stakkahlíð

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.