Skip to main content

Lyfjavísindi

Lyfjavísindi

Heilbrigðisvísindasvið

Lyfjavísindi

MS gráða – 120 einingar

Í MS námi í lyfjavísindum er áhersla lögð á sérhæfingu og rannsóknavinnu. Nemendur fá góða þjálfun í að vinna sjálfstætt að vísindarannsókn undir leiðsögn. 

Skipulag náms

X

Inngangur að lyfjavísindum (LYF107M)

Lyfjafræðin er fjölbreytt faggrein. Með samþættingu ólíkra raungreinafaga eins og lífrænnrar efnafræði, líffræði og lífefnafræði getum við skilið hvernig hægt er að þróa ný lyf sem geta bætt núverandi sjúkdómsmeðferðir eða verið alfarið ný á markaði. Rannsóknir á eðlisefnafræðilegum eiginleikum þeirra, formúleringu í hentug lyfjaform og áhrif lyfsins á líkamann eru því mikilvægar. Í þessu námskeiði verður farið yfir þessa þætti á yfirgripsmikinn hátt með það að markmiði að gefa heildarsýn á þessa faggrein og er ætluð þeim sem hafa ekki grunn í lyfjafræði eða lyfjavísindum. Þetta námskeið er ætlað þeim sem hafa ekki bakgrunn í lyfjafræði eða lyfjavísindum

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Ögmundur Viðar Rúnarsson
Sigríður Ólafsdóttir
Lyfjavísindi - MS

Ég ákvað að taka meistaranám í lyfjavísindum eftir að ég kláraði grunnnám í lífeindafræði til að prófa eitthvað nýtt, afla mér þekkingar á öðru sviði og auka starfsmöguleikana að námi loknu. Námið hefur gefið mér tækifæri til að vinna að verkefni sem er samblanda af mínum áhugasviðum frá báðum greinum.

Hafðu samband

Skrifstofa Lyfjafræðideildar
Haga, Hofsvallagötu 53, 3. hæð
Sími 525 4353
Netfang: lyf@hi.is

Opið virka daga kl. 10-12 og 13-15

Hagi- bygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.