Skip to main content

Lífupplýsingafræði

Lífupplýsingafræði

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Lífupplýsingafræði

MS gráða – 120 einingar

Tveggja ára framhaldsnám við Líf- og umhverfisvísindadeild og Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild.

Lífupplýsingafræði nýtir aðferðir úr tölvunarfræði, tölfræði og stærðfræði til að vinna úr gögnum sem til verða við rannsóknir í lífvísindum.

Skipulag náms

X

Rannsóknir í sameindalíffræði og lífefnafræði (LÍF114F)

Námskeiðið er fyrir framhaldsnema og mikilvægur hluti af námi fyrir alla framhaldsnema á sviði sameindalíffræði. Námskeiðið skiptist í tvo meginhluta; kynningu á rannsóknargrein (journal club) og kynningu á rannsóknarverkefni nemandans (work in progress). Í kynningu rannsóknargreina velja nemar nýlega grein um áhugavert rannsóknarefni og kynna markmið og niðurstöður greinarinnar. Markmið er að læra að lesa greinar á gagnrýninn hátt og kynna fyrir öðrum. Nemendur eru spyrlar á kynningu greinar sem aðrir nemendur hafa valið. Ætlunin er að auka gagnrýna hugsun nemandans hvað varðar markmið rannsókna og aðferðir til að ná þeim. Í verkefniskynningu á nemandinn að kynna verkefni sitt með megináherslu á markmið verkefnisins, inngang, aðferðir sem eru notaðar, niðurstöður og áætlað áframhald í verkefninu. Markmið þessa er að nemandinn læri að segja frá verkefni sínu skýrt og skipulega. Verkefniskynningin leiðir oft til lausna á vandamálum sem upp hafa komið, vegna hugmynda og athugasemda frá öðrum nemendum og kennurum.

Námskeiðið er kennt á ensku bæði á haust- og vormisseri. Nemandinn má taka námskeiðið fjórum sinnum sem gefur samanlagt 8 ECTS.

Mætingaskylda er í námskeiðið.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 09:00-15:30

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.