Skip to main content

Kennsla stærðfræði, M.Ed.

Kennsla stærðfræði, M.Ed.

Menntavísindasvið

Kennsla stærðfræði

M.Ed. gráða – 120 einingar

Námið býr nemendur undir kennslu stærðfræði í grunnskóla. Námið er opið þeim sem hafa lokið B.Ed.-prófi í grunnskólakennslu með áherslu á stærðfræði, eða BA/BS-prófi í skyldum greinum. Grunnskólakennarar með leyfisbréf geta sótt námið óháð sérhæfingu í fyrra námi.

Skipulag náms

X

Stærðfræðimenntun (SNU401F)

Í þessu námskeiði kynnast nemar nokkrum helstu kenningum í stærðfræðimenntun og rannsóknum á stærðfræðinámi og -kennslu. Fjallað er um stærðfræðikennslu í skólum, nám einstaklinga og um samfélagsleg hlutverk stærðfræði og stærðfræðináms. Nemar dýpka einnig skilning sinn á stærðfræði og stærðfræðinámi með því að fást við stærðfræðiverkefni og aðlögun og þróun stærðfræðiverkefna fyrir nemendur í grunn- eða framhaldsskóla. Lögð er áhersla á það hvernig kennarar geta nýtt sér fræði til þess að skipuleggja og útfæra stærðfræðikennslu fyrir alla sem byggir á umhyggju fyrir stærðfræðinámi.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Nám og kennsla í grunnskóla (KME102F)

Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í helstu kenningar og rannsóknir um nám, kennslu og kennarastarfið. Sérstök áhersla er lögð á kennsluaðferðir og skipulag kennslu sem sýnt hefur stuðning við áhugahvöt nemenda. Fjallað er um starfsumhverfi grunnskólakennara m.a. þeim lögum og reglum sem gilda um grunnskóla og nemendur kynnast vettvangi með vikulöngu vettvangsnámi. 

Inntak / viðfangsefni:

Fjallað er um nám og kennslu frá mörgum sjónarhornum. Nemendur kynnast námi og kennslu á öllum stigum skyldunáms og setja fram markmið, skipuleggja ólíkar kennsluaðferðir og námsumhverfi, auk þess að skipuleggja einnig samskipti og samstarf á vettvangi. Leitast er við að tengja þessi viðfangsefni hugmyndum um fagmennsku kennara og þróun eigin starfskenningar. Í fyrri hluta námskeiðsins verður fjallað sérstaklega um áhugahvöt til náms, verkefnaval, notkun umbunar/umbunarkerfa, námsmat og hópaskiptingu. Í síðari hluta námskeiðsins verður einnig fjallað um þróun sjálfsmyndar nemenda, foreldrasamstarf, stuðning við sjálfræði nemenda, félagsleg tengsl, væntingar nemenda og kennara og skólaforðun. Einstakir efnisþættir verða ræddir og settir í samhengi við árangursríkar kennsluaðferðir sem eru til þess fallnar að ýta undir áhugahvöt nemenda til náms. 

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Stærðfræðimenntun (SNU401F)

Í þessu námskeiði kynnast nemar nokkrum helstu kenningum í stærðfræðimenntun og rannsóknum á stærðfræðinámi og -kennslu. Fjallað er um stærðfræðikennslu í skólum, nám einstaklinga og um samfélagsleg hlutverk stærðfræði og stærðfræðináms. Nemar dýpka einnig skilning sinn á stærðfræði og stærðfræðinámi með því að fást við stærðfræðiverkefni og aðlögun og þróun stærðfræðiverkefna fyrir nemendur í grunn- eða framhaldsskóla. Lögð er áhersla á það hvernig kennarar geta nýtt sér fræði til þess að skipuleggja og útfæra stærðfræðikennslu fyrir alla sem byggir á umhyggju fyrir stærðfræðinámi.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs
Stakkahlíð, 1. hæð í Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.