Skip to main content

Iðnaðarlíftækni

Iðnaðarlíftækni

Þverfræðilegt framhaldsnám

Iðnaðarlíftækni

MS – 120 einingar

Iðnaðarlíftækni er þverfagleg námsleið sem tengist ýmsum greinum heilbrigðisvísinda, verkfræði, líffræði, efnafræði og öðrum raunvísindum.

Námsleiðin mætir aukinni þörf atvinnulífsins fyrir starfsfólk með sérhæfða þekkingu og áhuga nemenda á þátttöku í nýsköpun á sviði líftækni.

Skipulag náms

X

Öryggisnámskeið fyrir rannsóknarstofur (LYF110G)

Farið er yfir helstu atriði sem tengjast öryggismálum á rannsóknarstofum eins og meðhöndlun efna, viðbrögð við óhöppum og efnamengun og viðbrögð við slysum. Í námskeiðinu eru nokkur stutt verkleg verkefni á rannsóknarstofunni og námskeiðið endar á eldvarnaræfingu.

Námskeiðið er ávallt haldið í byrjun annar, áður en almenn kennsla hefst.

Nauðsynlegt er að sækja námskeiðið til að fá leyfi til að taka þátt í verklegum æfingum á rannsóknarstofum. Mögulegt upptökunámskeið er í byrjun janúar, næsta misseri.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Valdís Huld Jónsdóttir
Reynir Freyr Reynisson
Valdís Halldórsdóttir
Valdís Huld Jónsdóttir
Iðnaðarlíftækni, MS

Reynslan mín af Iðnaðarlíftækni við Háskóla Íslands var einstaklega áhugaverð og spennandi. Ég var með grunn í lyfjafræði en hafði einnig löngun til að læra lífefna- og sameindalíffræði. Þetta nám gaf mér möguleika á að bæta við mig þekkingu á þeim sviðum og velja mér nánar það sem ég hafði áhuga á. Námið var bæði fræðilegt og praktískt, þar sem stór hluti þess var að tengja það við raunverulegar aðstæður og vinnumarkaðinn. Þetta var lítill bekkur sem gerði okkur kleift að tengjast leiðbeinendum og prófessorum persónulega sem ég tel vera mikinn kost við þetta nám, og gerði mér kleift að uppskera meira úr því.

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - ​biotech@hi.is
Opið virka daga frá 09:00-15:30

Einnig er hægt að hafa samband í gegnum netspjall hér á síðunni (í samræmi við þjónustutíma)

​Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.