Skip to main content

Alþjóðasamskipti

Alþjóðasamskipti

Félagsvísindasvið

Alþjóðasamskipti

MA gráða – 120 einingar

Meistaranámi í alþjóðasamskiptum er ætlað að mæta vaxandi þörf í samfélaginu fyrir vel menntað starfsfólk með þekkingu á alþjóðasamskiptum hvort sem er í fyrirtækjum, hagsmunasamtökum, opinberum stofnunum eða sveitarfélögum. 

Umfang alþjóðasamskipta og þátttaka Íslands í starfi alþjóðastofnana og -samtaka hefur vaxið mjög á undanförnum árum og kallar á aukinn fjölda fólks með þekkingu á hinum ýmsu sviðum alþjóðasamskipta.

Skipulag náms

X

Kenningar í alþjóðasamskiptum (ASK102F)

Námskeiðið er inngangur að kenningum í alþjóðasamskiptum. Það veitir nemendum undirstöðu til greininga á öðrum sviðum alþjóðasamskipta. Mælt er með að nemendur taki það sem fyrst á námsferlinum. Í námskeiðinu eru nemendur kynntir fyrir kenningaramma alþjóðasamskipta með það að markmiði að þroska færni þeirra til að skilja og greina viðburði samtímans með því að beita kenningum.

Viðfangsefnið er skoðað í gegnum helstu umræður (e. debates) í fræðunum, með áherslu á raunhyggju (e. realism), frjálslynda stofnanahyggju (e. liberalism/liberal institutionalism), og mótunarhyggju (e. constructivism) og samspil sögulegra og vísindalegra aðferða annars vegar og gerendahæfni og formgerðar hins vegar.

Fjallað er um viðfangsefni alþjóðasamskipta. Annars vegar þær aðferðir sem kenningarnar nota til að varpa ljósi á þessi efni og hins vegar hvernig kenningarnar lýsa stjórnmálum alþjóðakerfisins.

Námskeiðið byggir á fyrirlestrum og umræðum, í minni og stærri hópum. Áhersla er lögð á að nemendur þroski greiningar- og ritfærni í gegnum skil á ólíkum rituðum verkefnum.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Valgerður Húnbogadóttir
Áslaug Karen Jóhannsdóttir, sérfræðingur á upplýsinga- og greiningadeild utanríkisráðuneytisins
Valgerður Húnbogadóttir
Meistaranám í alþjóðasamskiptum

Ég hafði lengi haft augastað á meistaranámi í Alþjóðasamskiptum. Eftir að hafa starfað við alþjóðleg samskipti í tíu ár ákvað ég loks að láta slag standa. Námið hefur uppfyllt allar mínar væntingar og meira til. Ég myndi hreinlega vilja vera mun lengur í þessu námi. Námið veitir manni tæki og tól til að greina viðburði og fréttir af alþjóðlegum málefnum á borð við átök, stríð, alþjóðlega samninga og samstarf. Kennararnir koma víðsvegar að úr bæði atvinnulífinu og akademíunni og veita manni fjölbreytta sýn á viðfangsefni líðandi stundar. Samnemendurnir eru með fjölbreyttan bakgrunn sumir nýútskrifaðir úr BA námi en einnig margir sem hafa langa starfsreynslu úr áhugaverðum störfum. Það gerir það að verkum að umræður í tímum eru afar áhugaverðar og sjaldnast eru nemendur sammála en bera þó virðingu fyrir ólíkum skoðunum hvers annars. 

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Stjórnmálafræðideild á samfélagsmiðlum

 Instagram   Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.