Afbrotafræði


Afbrotafræði
MA – 120 einingar
MA nám í afbrotafræði er ný námsleið þar sem meðal annars er lögð áhersla á afbrot og ýmisskonar frávikshegðun, réttar- og löggæslukerfið, lög og réttlæti, ásamt stöðu Íslands í samanburði við aðrar þjóðir.
Námið er kennt á ensku.
Skipulag náms
- Haust
- Leiðangur meistaranema I: Lagt úr höfn
- Afbrot og frávikshegðun
- Vor
- Réttarkerfið og löggæsla
- Hagnýt afbrotafræðiB
- Tölfræði félagsvísinda: AðhvarfsgreiningB
Leiðangur meistaranema I: Lagt úr höfn (FÉL302F)
Meginmarkmið námskeiðsins er að leggja almennan grunn fyrir meistaranám í félagsfræði, aðferðafræði og afbrotafræði. Fjallað verður um námsbrautina, kennara hennar og fræðasamfélagið almennt. Nemendur munu ræða ýmis rannsóknarefni og möguleg viðfangsefni meistararitgerða sinna. Verkefni í námskeiðinu munu snúast um fjölbreytileika og stigveldi ritrýnda tímarita, markvissa notkun Web of Science og gervigreindar og gagnrýnið mat á ritrýndum fræðigreinum. Í lok námskeiðsins skila nemendur skriflegu lokaverkefni og kynna það munnlega.
Afbrot og frávikshegðun (FÉL0A1F)
Í námskeiðinu verður farið ítarlega í helstu kenningar í afbrotafræði og félagsfræði frávika. Nemendur munu lesa rannsóknagreinar þar sem kenningarnar eru prófaðar, bæði á Íslandi og erlendis.
Fjallað verður um mismunandi brota- og efnisflokka í félags- og afbrotafræðilegu ljósi, t.d. kyn og afbrot, búferlaflutninga og afbrot.
Áhersla er lögð á nemendur tengi saman kenningarlega umræðu og fyrirliggjandi rannsóknir.
Réttarkerfið og löggæsla (FÉL007F)
Kennari lætur nemendum í té leslista sem inniheldur úrval af lesefni á sviði sakfræði. Fjallað verður um kenningar og rannsóknir félags- og afbrotafræðinga á réttar- og löggæslukerfinu. Áhersla er lögð á að nemendur tengi saman kenningarlega umræðu og fyrirliggjandi rannsóknir. Umræðutímar verða haldnir aðra hverja viku.
Hagnýt afbrotafræði (AFB001F)
Í námskeiðinu er lögð áherslu á mikilvægi þess að tileinka sér gagnreynda afbrotafræðilega nálgun til að taka upplýstar ákvarðanir í réttarvörslukerfinu. Nemendur læra undirstöðuatriði og öðlast hagnýta færni til að greina afbrotagögn á skilvirkan hátt. Í námskeiðinu kynnast nemendur og taka þátt í starfi sem tengist vettvangi innan eða utan réttarvörslukerfisins og skrifa skýrslu um reynsluna. Gert er ráð fyrir viðveru á vettvangi. Markmiðið er að nemendur öðlist innsýn, þekkingu og skilning á störfum sem tengjast afbrotafræðinni með einum eða öðrum hætti.
Athugið að námskeiðið er eingöngu ætlað íslenskumælandi nemendum.
Nemendur verða að hafa lokið 30e í námi í Hagnýtri afbrotafræði.
Námskeiðið er hugsað sem undirbúningur fyrir vinnu nemenda á vettvangi og myndar þannig tengingu milli náms og starfs. Því er mælst til þess að nemendur taki það á síðari stigum námsins. Það er ekki opið þeim sem hefja nám á vormisseri (janúar).
Tölfræði félagsvísinda: Aðhvarfsgreining (FMÞ501M)
Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning og verklega færni til að beita aðhvarfsgreiningu á eigin spýtur. Fjallað er um þau afbrigði aðhvarfsgreiningar sem hvað oftast eru notuð í rannsóknum á sviði félagsvísinda. Farið er í stjórnun breyta, notkun nafnbreyta, línuleg og ólínuleg líkön, aðferðir til þess að prófa miðlun breyta og samvirkni breyta og aðferðir til að nota breytur sem hafa skekkta dreifingu svo eitthvað sé nefnt. Fjallað er um forsendur aðhvarfsgreiningar og aðferðir til að fást við þær. Einnig er fjallað um "logistic" aðhvarfsgreiningu, þar sem háða breytan er tvígild nafnbreyta. Samhliða þessari umfjöllun verður farið í saumana á ályktunartölfræði, notkun marktektarprófa og túlkun niðurstaðna. Áhersla er lögð á að nemendur fái umtalsverða verklega reynslu af því að greina megindleg gögn. Kennari útvegar könnunargögn sem nemendur nota til þess að prófa þær aðferðir sem kenndar eru. Eftir fremsta megni verður reynt að samþætta fræðilegar spurningar og tilgátuprófun. Tölfræðiforritið SPSS fyrir Windows er notað.
- Haust
- MA ritgerð í afbrotafræði
- Hagnýt afbrotafræðiB
- Vor
- MA ritgerð í afbrotafræði
- Leiðangur meistaranema II: Land fyrir stafni
MA ritgerð í afbrotafræði (AFB401L)
Meistaraprófsritgerð er lokaverkefni í meistaranámi og byggir á sjálfstæðri rannsókn eða starfstengdu rannsóknar- og þróunarverkefni. Lokaverkefni til meistaraprófs skal vera einstaklingsverkefni. Markmið lokaverkefnis er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum fræðilegum vinnubrögðum.
Meistaranemar hafa umsjónarkennara úr hópi lektora, dósenta eða prófessora. Leiðbeinandi leiðbeinir með lokaverkefni til meistaraprófs. Umsjónarkennari og leiðbeinandi eru að jafnaði sami maðurinn. Heimilt er að ráða meðleiðbeinanda en sú ráðning er háð samþykki deildar.
Lengd meistaraprófsritgerða er háð því hvers konar verkefni er um að ræða, einingafjölda þess og efnistökum. Miðað skal við að 60 eininga meistaraprófsritgerð sé að jafnaði 40.000 orð. Hver deild setur nánari reglur um umfang og efnistök meistaraprófsritgerða.
Prófdómari skal ávallt leggja mat á lokaverkefni meistaranema ásamt leiðbeinanda. Deildarráð tilnefnir prófdómara
Nánari upplýsingar á heimasíðu deildar: https://ugla.hi.is/kerfi/view/page.php?sid=3458
Hagnýt afbrotafræði (AFB001F)
Í námskeiðinu er lögð áherslu á mikilvægi þess að tileinka sér gagnreynda afbrotafræðilega nálgun til að taka upplýstar ákvarðanir í réttarvörslukerfinu. Nemendur læra undirstöðuatriði og öðlast hagnýta færni til að greina afbrotagögn á skilvirkan hátt. Í námskeiðinu kynnast nemendur og taka þátt í starfi sem tengist vettvangi innan eða utan réttarvörslukerfisins og skrifa skýrslu um reynsluna. Gert er ráð fyrir viðveru á vettvangi. Markmiðið er að nemendur öðlist innsýn, þekkingu og skilning á störfum sem tengjast afbrotafræðinni með einum eða öðrum hætti.
Nemendur verða að hafa lokið 30e í námi í Hagnýtri afbrotafræði.
Námskeiðið er hugsað sem undirbúningur fyrir vinnu nemenda á vettvangi og myndar þannig tengingu milli náms og starfs. Því er mælst til þess að nemendur taki það á síðari stigum námsins. Það er ekki opið þeim sem hefja nám á vormisseri (janúar).
MA ritgerð í afbrotafræði (AFB401L)
Meistaraprófsritgerð er lokaverkefni í meistaranámi og byggir á sjálfstæðri rannsókn eða starfstengdu rannsóknar- og þróunarverkefni. Lokaverkefni til meistaraprófs skal vera einstaklingsverkefni. Markmið lokaverkefnis er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum fræðilegum vinnubrögðum.
Meistaranemar hafa umsjónarkennara úr hópi lektora, dósenta eða prófessora. Leiðbeinandi leiðbeinir með lokaverkefni til meistaraprófs. Umsjónarkennari og leiðbeinandi eru að jafnaði sami maðurinn. Heimilt er að ráða meðleiðbeinanda en sú ráðning er háð samþykki deildar.
Lengd meistaraprófsritgerða er háð því hvers konar verkefni er um að ræða, einingafjölda þess og efnistökum. Miðað skal við að 60 eininga meistaraprófsritgerð sé að jafnaði 40.000 orð. Hver deild setur nánari reglur um umfang og efnistök meistaraprófsritgerða.
Prófdómari skal ávallt leggja mat á lokaverkefni meistaranema ásamt leiðbeinanda. Deildarráð tilnefnir prófdómara
Nánari upplýsingar á heimasíðu deildar: https://ugla.hi.is/kerfi/view/page.php?sid=3458
Leiðangur meistaranema II: Land fyrir stafni (FÉL429F)
Meginmarkmið námskeiðsins er að skapa stuðningsnet fyrir meistaranema í félagsfræði og afbrotafræði sem vinna að meistararitgerðum sínum. Í upphafi misserisins kynna nemendur örstutt viðfangsefni ritgerða sinn en ítarlegri kynningar á niðurstöðum þeirra verða á dagskrá síðar á misserinu eftir því sem meistaraverkefnunum vindur fram. Kennurum, doktorsnemum og öðrum rannsakendum verður einnig boðið að taka þátt á semínarinu eftir því sem við á. Hvatt verður til uppbyggilegrar endurgjafar og samræðna milli nemenda og kennara, jafnframt því sem nemendur fá þjálfun í því að kynna niðurstöður rannsókna og styrkja með því faglega og akademíska sjálfsmynd sína.
Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna að ritun meistararitgerðar.
- Haust
- Rannsóknaraðferðir félagsvísinda
- Eigindlegar rannsóknaraðferðir IB
- Kynferðisbrot, lög og réttlætiB
- Afbrot á ÍslandiBE
- Inngangur að hagtölumV
- Kenningar í félags- og mannvísindumV
- Sjálfið mætir samfélaginu: Félagssálfræði hversdagslífsinsV
- Menntun, félagslegur hreyfanleiki og félagsleg lagskiptingVE
- Félagsfræði borgarsamfélaga og landsbyggðaV
- Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræðiV
- Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræðiV
- Vor
- SpurningalistakannanirV
- Ójöfnuður og heilsaV
- Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræðiV
- Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræðiV
Rannsóknaraðferðir félagsvísinda (FÉL301F)
Markmið námskeiðsins eru þríþætt: i) að nemendur öðlist dýpri skilning á rannsóknarferlinu og helstu rannsóknaraðferðum, ii) að nemendur fái þjálfun í því að kynna sér og leggja sjálfstætt mat á fyrirliggjandi rannsóknir og iii) að nemendur fái þjálfun í því að setja fram rannsóknarspurningar með hliðsjón af kenningarlegri umræðu og fyrirliggjandi rannsóknum. Fyrirlestrar: Fjallað er um hugtakanotkun og rannsóknaraðferðir með áherslu á að i) draga fram styrkleika og veikleika mismunandi aðferða og ii) tengja saman aðferðafræði, aðferðir og kenningarleg málefni og álitamál. Umræðutímar: Nemendur lesa allmörg rannsóknardæmi og ræða rannsóknaraðferðir á gagnrýninn hátt í tengslum við tiltekin félagsfræðileg umfjöllunarefni. Lokaverkefni: Nemendur skrifa sjálfstæða rannsóknartillögu.
Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (FMÞ103F)
Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist fjölbreytileika og fræðilegum forsendum eigindlegrar rannsóknahefðar í félagsvísindum og öðlist reynslu í að beita eigindlegum aðferðum. Um hagnýtt námskeið er að ræða þar sem hver nemandi vinnur sjálfstætt rannsóknarverkefni sem felst í því að hanna og undirbúa rannsókn, afla gagna, greina þau og skrifa um helstu niðurstöður undir handleiðslu kennara. Í námskeiðinu verður farið ítarlega í undirbúning rannsókna, gerð rannsóknaráætlunar, gagnaöflun, greiningu og skrif.
Kynferðisbrot, lög og réttlæti (FÉL601M)
Umræðan um kynferðisbrot og hvernig eigi að bregðast við þeim hefur farið hátt síðustu misseri, þá sérstaklega í kjölfar #MeToo hreyfingarinnar. Rannsóknir sýna að einungis lítill hluti kynferðisbrotamála eru kærð til lögreglunnar og aðeins örlítill hluti þeirra lýkur með sakfellingu. Því má segja að málaflokkurinn einkennist af réttlætishalla. Í auknum mæli sjáum við einnig þolendur kynferðisbrota segja sögu sína á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum og í sumum tilvikum eru meintir gerendur ásakaðir opinberlega sem getur vakið ólík viðbrögð og haft ýmiss konar afleiðingar.
Í þessu námskeiði verður leitað skýringa á þessari samfélagsþróun út frá sjónarhóli félags- og afbrotafræði. Í námskeiðinu verður meðal annars leitað svara við eftirfarandi spurningum: Hverjir fremja kynferðisbrot og af hverju? Hvernig er reynsla karla sem verða fyrir kynferðisbrotum önnur en reynsla kvenna? Hver er munurinn á réttarstöðu sakborninga og réttarstöðu brotaþola? Af hverju er munur á ætlun og framkvæmd laganna? Hvernig hefur refsivörslukerfið þróast? Hver er munurinn á lagalegu réttlæti og félagslegu réttlæti? Hvernig eru óhefðbundin réttarkerfi betri eða verri en hefðbundin réttarkerfi?
Afbrot á Íslandi (FÉL0A4F)
Í upphafi námskeiðs er afbrotafræðin og viðfangsefni hennar skilgreind og útlistuð með dæmum. Helstu fræðilegu sjónarhorn kynnt, fræðilegar spurningar og rannsóknaráherslur.
Í framhaldi eru tiltekin þemu tekin fyrir sem hafa verið áberandi í íslenskum rannsóknum í afbrotafræði. Afbrot á Íslandi í alþjóðlegu samhengi, gögn lögreglu yfir tíðni og tegundir ólíkra brota, ofbeldisbrot, áfengis- og vímuefnabrot og efnahagsbrot. Íslensk refsistefna skoðuð í ljósi alþjóðlegs samanburðar og afstaða borgaranna til afbrota og refsinga metin út frá ólíkum gögnum.
Nemendur skrifa ritgerð um eitt ofangreindra þema þar sem settar eru fram rannsóknarspurningar og mögulegri gagnaöflun lýst. Nemendur skrifa dagbók um efni fyrirlestra. Staðpróf í lok misseris.
Inngangur að hagtölum (FÉL303F)
Námskeiðið er kennt í samvinnu við Hagstofu Íslands.
Markmið þessa námskeiðs er að efla hæfni nemenda til þess að skilja og greina innlendar og erlendar hagtölur. Nemendur munu öðlast þekkingu á tilgangi hagtalna, framleiðslu þeirra og aðferðafræði við framleiðslu hennar. Þá fá nemendur þjálfun í að greiningu útgefinna hagtalna, framsetningu og túlkun í innlendu og alþjóðlegu samhengi, eftir viðfangsefni þeirra.
Nemendur munu öðlast hagnýta reynslu við að vinna raunhæf verkefni þar sem hagtölur eru notaðar til að greina efnahags- og samfélagslega þróun og í að greina aðgerðir stjórnvalda á grundvelli hagtalna. Nemendur skila greiningarskýrslu sem miðar að því að veita upplýsingar sem leggja má til grundvallar stefnu stjórnvalda og mats á aðgerðum þeirra í tilteknum málaflokkum.
Kennsla fer fram á tímabilinu 1. september til 17. október. Kennt verður í fjarnámi með netfundum í rauntíma sem mikilvægt er að mæta í. Fyrsti netfundur er þriðjudaginn 2. september. Nánari upplýsingar um kennslufyrirkomulag og tímasetningar eru birtar í kennsluáætlun.
Kenningar í félags- og mannvísindum (FMÞ102F)
Námskeiðið fjallar um nýleg verk og stefnur sem valdið hafa, eða eru líkleg til að valda, straumhvörfum í félags- og mannvísindalegri hugsun. Áhersla er lögð á samfélagslegt og sögulegt samhengi kenninganna. Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðum. Skyldumæting er í umræðutíma einu sinni í viku í 40 mínútur. Fjarnemar geta mætt í kennslustofu eða tekið þátt í gegnum Internetið (með Zoom).
Sjálfið mætir samfélaginu: Félagssálfræði hversdagslífsins (FÉL701F)
Hversdagslíf okkar getur sýnst leiðinlega venjubundið og fyrirsjáanlegt. Félagssálfræðin sýnir þó að um er að ræða spennandi og fjölbreytilegt fyrirbæri sem hvílir á flóknu samspili einstaklingsbundinna þátta og samfélagslegra formgerða. Í þessu námskeiði verða kenningar og rannsóknir félagssálfræðinga nýttar til að varpa ljósi á það sem dylst að baki glitri hins sjálfgefna. Farið verður frá því sem öllum er opinbert til þess sem við dyljum og felum, skoðað það sem auglýsendur, sölufólk og áhrifavaldar gera til að sveigja okkur og beygja og skoðað að hve miklu leyti breytur á borð við kyn, stétt og þjóðerni stjórna því hvað við sjáum, hvernig við sjáum og hvernig framkoma okkar og viðbrögð við áreiti hversdaglífsins eru.
Lagt er upp með að nemendur vinni fjölbreytileg smærri verkefni í tengslum við umfjöllunarefni námskeiðsins, ýmist einir eða í hóp. Þó svo félagssálfræði nýti bæði eigindlegar og megindlegar aðferðir verður áherslan á eigindlegar aðferðir í verkefnum nemenda svo sem myndgreining, samtalsgreining og þátttökuathuganir.
Menntun, félagslegur hreyfanleiki og félagsleg lagskipting (FÉL501M)
Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni? Í þessu námskeiði er skoðað hvernig félagslegur bakgrunnur einstaklings hefur áhrif á þá félagslegu stöðu sem sem viðkomandi nær að lokum í lífinu og hvernig ójöfnuður endurskapast frá einni kynslóð til annarrar. Námskeiðið fjallar um hvernig félagslegur hreyfanleiki hefur breyst í gegnum tíðina og milli landa og hvaða hlutverki menntun gegnir fyrir félagslegan hreyfanleika. Fjallað verður um helstu kenningar sem notaðar eru til að útskýra ójöfnuð í menntun og félagslegum hreyfanleika og (hugsanlegar) breytingar yfir tíma. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á félagslegan bakgrunn einstaklinga (stétt, menntun foreldra eða félags-efnahagslega stöðu foreldra) en misrétti á grundvelli kyns og þjóðernisuppruna verður einnig skoðað á síðustu fundum. Í málstofunni munum við lesa blöndu af klassískum og nýlegum textum. Jafnframt verður sérstök áhersla lögð á að fjalla um lestur og niðurstöður frá öðrum löndum í samanburði við Ísland.
Félagsfræði borgarsamfélaga og landsbyggða (FÉL301M)
Í námskeiðinu verður fjallað um borgir, bæi, þorp og sveitir í hnattvæddum heimi. Áhersla verður lögð á þann mikla hreyfanleika fólks, fjármagns, varnings og upplýsinga sem hefur umbylt innra gangverki, afmörkun og tengslum þéttbýlis og dreifbýlis í ólíkum löndum. Fjallað verður um helstu kenningar um samspil menningar og formgerðar og þær þjóðfélags- og tæknibreytingar sem riðlað hafa afmörkun og samskiptamynstri milli þéttbýlis og dreifbýlis. Sérstaklega verður fjallað um búferlaflutninga innan og milli landa og áhrif þeirra á þróun ólíkra byggðarlaga.
Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræði (FÉL001F)
Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræði. Nemandi leitar til fastráðins kennara við námsbraut í félagsfræði og óskar eftir leiðsögn í sjálfstæðu lesnámskeiði. Kennari og nemandi setja saman leslista í upphafi annar og nemandi, í samráði við leiðbeinanda, gerir reglulega grein fyrir framgangi. Viðfangsefnið þarf að vera félagsfræðilegt. Nemandi skráir sig ekki í námskeiðið fyrr en kennari hefur samþykkt skriflega (t.d. með tölvupósti) hlutverk sitt sem leiðbeinanda.
Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræði (FÉL090F)
Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræði. Nemandi leitar til fastráðins kennara við námsbraut í félagsfræði og óskar eftir leiðsögn í sjálfstæðu lesnámskeiði. Kennari og nemandi setja saman leslista í upphafi annar og nemandi, í samráði við leiðbeinanda, gerir reglulega grein fyrir framgangi. Viðfangsefnið þarf að vera félagsfræðilegt. Nemandi skráir sig ekki í námskeiðið fyrr en kennari hefur samþykkt skriflega (t.d. með tölvupósti) hlutverk sitt sem leiðbeinanda.
Spurningalistakannanir (FÉL089F)
Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning og verklega færni til að hanna og framkvæma spurningalistakannanir. Rætt verður um helstu úrtaksaðferðir og tegundir spurningalistakannanna (símakönnun, netkönnun o.s.frv.). Fjallað verður um helstu atriði í spurningalistagerð; einkanlega um orðalag og samhengi mælitækja (spurninga). Enn fremur verður fjallað um grundvallaratriði í mælingafræði og aðferðir til þess að meta áreiðanleika og réttmæti mælitækja. Í þessu samhengi verður farið yfir notkun þáttagreiningu (factor analysis) og atriðagreiningu (item analysis). Áhersla er lögð á að nemendur fái verklega reynslu af framkvæmd og úrvinnslu kannanna.
Að jafnaði er þetta námskeið kennt annað hvert ár.
Ójöfnuður og heilsa (FÉL098F)
Félagslegur ójöfnuður hefur áhrif á heilsu. Almennt hafa þeir sem eru í viðkvæmari stöðu í samfélaginu verri heilsu en þeir sem að betra hafa það. Í þessu námskeiði er sjónum beint að sambandi félagslegrar stöðu og heilsufars. Nemendur munu kynnast helstu kenningum innan heilsufélagsfræðinnar, s.s. kenningum Link og Phelan um grundvallarástæður sjúkdóma (fundamental causes of disease) og fara yfir rannsóknir á sviðinu. Eitt mikilvægasta framlag félagsfræðinnar er skilningur á því hvernig stærri samfélagslegir þættir (t.d. heilbrigðis- og velferðarkerfið) móta líf einstaklinga og við munum því skoða hvernig samband félagslegrar stöðu og heilsu mótast af svona þáttum. Þar sem að heilsa fólks er flókið fyrirbæri munum við einnig skoða hana í þverfaglegu ljósi og notast meðal annars við kenningar og rannsóknir úr lýðheilsufræðum, heilbrigðisvísindum, mannfræði og stjórnmálafræði.
Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræði (FÉL009F)
Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræði. Nemandi leitar til fastráðins kennara við námsbraut í félagsfræði og óskar eftir leiðsögn í sjálfstæðu lesnámskeiði. Kennari og nemandi setja saman leslista í upphafi annar og nemandi, í samráði við leiðbeinanda, gerir reglulega grein fyrir framgangi. Viðfangsefnið þarf að vera félagsfræðilegt. Nemandi skráir sig ekki í námskeiðið fyrr en kennari hefur samþykkt skriflega (t.d. með tölvupósti) hlutverk sitt sem leiðbeinanda.
Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræði (FÉL091F)
Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræði. Nemandi leitar til fastráðins kennara við námsbraut í félagsfræði og óskar eftir leiðsögn í sjálfstæðu lesnámskeiði. Kennari og nemandi setja saman leslista í upphafi annar og nemandi, í samráði við leiðbeinanda, gerir reglulega grein fyrir framgangi. Viðfangsefnið þarf að vera félagsfræðilegt. Nemandi skráir sig ekki í námskeiðið fyrr en kennari hefur samþykkt skriflega (t.d. með tölvupósti) hlutverk sitt sem leiðbeinanda.
Hafðu samband
Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500
Netfang: nemFVS@hi.is
Opið virka daga frá 09:00 - 15:00
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs
Fylgstu með Félagsvísindasviði

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.