Ágúst Guðmundsson, MS frá Umhverfis- og byggingarverkfræðideild
Rannsóknin byggist á að prófa með líkönum hvernig svokölluð seiðafleyta virkar. Aðalmarkmið seiðafleytunnar er að draga sem mest úr því að laxaseiði tefjist þegar þau ganga niður til sjávar. Með seiðafleytu er reynt að búa til leið sem fellur að hegðun seiðanna en þau halda sig að mestu í yfirborðinu og kafa einungis niður í vatnsinntak virkjunar í neyð. Seiði sem fara í gegnum aflvélar virkjunar hafa engu að síður miklar lífslíkur.“
Ágúst Guðmundsson
Ágúst segir að til þess að seiðafleytan komi að sem bestu haldi sé virkni hennar ákvörðuð með mælingum í straumfræðilíkani og með þrívíðu tölulegu líkani. Niðurstöður líkananna séu bornar saman og túlkaðar út frá hönnunarforsendum fleytunnar.

Þetta segir Ágúst Guðmundsson sem í meistaranámi sínu í umhverfisverkfræði vann að því að hanna seiðafleytu í fyrirhugaðri Urriðafossvirkjun í Neðri-Þjórsá. Ágúst segir að ganga laxaseiða til sjávar sé mikilvægt skref í lífsferli þeirra. „Miklar líkamlegar breytingar verða hjá þeim áður en þau ganga í sjó sem gera þeim kleift að lifa í sjónum. Verði töf á göngu þeirra getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir vöxt þeirra og lífslíkur.“
Ágúst segir að til þess að seiðafleytan komi að sem bestu haldi sé virkni hennar ákvörðuð með mælingum í straumfræðilíkani og með þrívíðu tölulegu líkani. Niðurstöður líkananna séu bornar saman og túlkaðar út frá hönnunarforsendum fleytunnar.
„Seiðafleytan skapar ákjósanleg skilyrði fyrir seiðin í aðrennsli að virkjuninni, seiðin eru leidd til fleytunnar og er það einkum hönnun hennar og staðsetning yfir inntaki aflvélanna sem tryggir góða virkni hennar,“ segir Ágúst um virkni fleytunnar.
„Þetta viðfangsefni fellur mjög að mínu sérsviði í straum- og vatnafræði en auk þess fer verkefnið inn á svið sem mér voru áður ókunn. Hér á ég við samspil seiða og vatnsaflsvirkjana, en það er mjög áhugavert rannsóknarefni sem hefur til þessa lítt verið skoðað hér á landi.“
Ágúst segir að rannsóknin hafi mikið gildi fyrir Háskóla Íslands þar sem innlend verkefni sem þetta hafi jafnan verið unnin við erlenda háskóla. „Með þessu skapast þekking hér heima sem er einkar mikilvægt til að efla rannsóknastarf við háskólann.“
Verkefnið er óbeint framhald af meistaraverkefni Andra Gunnarssonar úr Umhverfis- og byggingar- verkfræðideild sem hann lauk í fyrra. Verkefni Andra snerist um að byggja mjög nákvæmt 200 fermetra líkan. Meginmarkmiðið var að rýna í hönnun straumfræðilegra mannvirkja, sannreyna hönnunina og leggja til breytingar á henni við hugsanlegar vatnsaflsvirkjanir í Neðri-Þjórsá.
Leiðbeinendur: Sigurður Magnús Garðarsson, prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild, Gunnar Guðni Tómasson, forstjóri HRV Engineering, og Andri Gunnarsson, verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun
