Viltu halda fagráðstefnu á Íslandi? Meet in Reykjavík heimsækir Læknagarð

Hvenær
14. apríl 2026 13:00 til 14:00
Hvar
Læknagarður
Miðrými
Nánar
Aðgangur ókeypis
Fulltrúar Meet in Reykjavík verða í heimsókn í Læknagarði þriðjudaginn 14. apríl og veita góð ráð og svara spurningum sem tengjast því að koma með ráðstefnur til Íslands og þjónustu þar í kring. Starfsfólk og rannsóknarfólk sem tengist Heilbrigðisvísindasviði er velkomið í Læknagarð í spjall kl. 13-14:00 í miðrýminu á 4. hæð.
Hlutverk Meet in Reykjavík - Iceland Convention Bureau er að styrkja og efla ímynd Íslands og Reykjavíkur sem eftirsóknarverðs áfangastaðar fyrir ráðstefnur, fundi, hvataferðir og alþjóðlega viðburði.