Vatnsdæluhátíð: Fræðumst um fortíðina með fornleifafræðingum
Þingeyrarkirkja
Laugardaginn 17. ágúst 2024 milli kl. 13-16
Örfyrirlestrar og leiðsögn um uppgraftarsvæðið á Þingeyrum
Fornleifafræðingar taka á móti gestum á Þingeyrum milli kl. 13:00-16:00 en þar hefur uppgröftur verið í gangi undanfarin sumur. Gestir fá leiðsögn og fræðslu á uppgraftarsvæðinu sjálfu, auk þess sem boðið verður uppá örfyrirlestra í kirkjunni. Eins verður hægt að skoða áhugaverða gripi sem fundist hafa frá tímum klaustursins sem starfrækt var á staðnum á miðöldum.
Fornleifaskóli barnanna
Krakkar fá tækifæri á að kynnast störfum fornleifafræðinga og grafa eftir gripum.
Viðburðurinn er hluti af dagskrá Vatnsdæluhátíðar sem Húnabyggð stendur fyrir helgina 16.-18. ágúst. Nánari upplýsingar um aðra dagskráliði á hátíðinni má finna á www.hunabyggd.is/is/vatsndaeluhatid-2024/
Þingeyraklaustur
Munkaklaustrið á Þingeyrum var stofnað árið 1133. Það var fyrsta klaustrið sem náði að festa sig í sessi á Íslandi. Það var starfrækt til ársins 1551 þegar það var lagt af í kjölfar siðaskiptanna. Þingeyraklaustur varð eitt það auðugasta hér á landi, var rekið lengst en það gegndi ekki síst mikilvægu hlutverki í ritmenningu Íslendinga á miðöldum.
Staðsetning
Mæting við Þingeyrakirkju. Næg bílastæði. Verið öll velkomin!
Nánari upplýsingar
bmn.hi.is og facebook.com/benedictinesiniceland
Örfyrirlestrar og leiðsögn um uppgraftarsvæðið á Þingeyrum.