Til móts við nýja kynslóð – að mæta þörfum háskólanema nútímans

Veröld - Hús Vigdísar
Kennsluakademía opinberu háskólanna heldur ráðstefnu í Veröld – húsi Vigdísar, föstudaginn 22. nóvember 2024 klukkan 9:00-16:00.
Markmið Kennsluakademíunnar er að skapa vettvang fyrir umræðu um háskólakennslu. Gestgjafi ráðstefnunnar í ár er Félagsvísindasvið Háskóla Íslands.
Þema ráðstefnunnar er hvernig megi brúa bilið á milli framhaldsskóla og háskóla og ígrunda hvernig hægt er að koma til móts við nútímanemandann í háskóla.
Ráðstefnan er ætluð öllum þeim sem láta sig kennslu á háskólastigi varða, kennurum, nemendum og stjórnendum.
Ráðstefnan er þátttakendum að kostnaðarlausu en skráning er nauðsynleg. Skráning fer fram á vefsíðu Kennsluakademíunnar.
Kennsluakademía opinberu háskólanna heldur ráðstefnu í Veröld – húsi Vigdísar, föstudaginn 22. nóvember 2024 klukkan 9:00-16:00.
