Spjall höfundar og þýðanda: Yoko Tawada og Margaret Mitsutani

Bókin "Sendiboðinn" eftir Yoko Tawada kom út hér á landi árið 2020 hjá bókaforlaginu Angústúru og hlaut góðar viðtökur, en árið 2018 hlaut hún hin virtu bandarísku bókmenntaverðlaun "The National Book Awards" í flokki þýddra bókmennta. Þann 2. febrúar 2021 kl. 14:00-15:00 gefst einstakt tækifæri til að hlíða á spjall verðlaunahafanna, höfundarins Yoko Tawada og þýðandans Margaret Mitsutani, þar sem þær ræða um bókina og samvinnu sína á síðustu árum. Spjallinu verður streymt í beinni útsendingu á facebook síðu Vigdísarstofnunar, en Kristín Ingvarsdóttir, lektor í japönskum fræðum við Háskóla Íslands, stjórnar umræðunum.
Viðburðurinn er haldinn í samvinnu við Japanshátíð Háskóla Íslands og styrktur af Sendiráði Japans á Íslandi.
Yoko Tawada og Margaret Mitsutani
