Skólahúsið fagra við Stakkahlíð - metnaður í þágu menntavísinda

Stakkahlíð / Háteigsvegur
Fimmtudaginn 27. apríl kl. 16.30 verður haldin málstofa og kynning á kennaraskólahúsinu við Stakkahlíð sem tekið var í notkun fyrir rúmum 60 árum.
Nauðsynlegt er að skrá sig á þennan viðburð
Fyrirlestrar verða í Skriðu í nýbyggingu skólans.
Jón Atli rektor Háskóla Íslands flytur ávarp.
Kolbrún Pálsdóttir forseti Menntavísindasviðs flytur ávarp.
Pétur Ármansson arkitekt ræðir um höfunda og listræn sérkenni skólahússins á Rauðarárholti ásamt stöðu þess og samhengi í skipulagi Reykjavíkur.
Málfríður Kristjánsdóttir arkitekt segir frá Steinari Guðmundssyni, aðalarkitekt skólahússins.
Ólafur Proppé fyrrverandi rektor Kennaraháskólans fjallar um listaverkin í skólahúsinu.
- Skoðunarferð um skólahúsið.
- Léttar veitingar.
Fimmtudaginn 27. apríl kl. 16.30 verður haldin málstofa og kynning á kennaraskólahúsinu við Stakkahlíð sem tekið var í notkun fyrir rúmum 60 árum. Nauðsynlegt er að skrá sig á þennan viðburð
