Siðferðileg álitamál varðandi umskurð drengja

Hvenær
6. mars 2018 12:00 til 13:00
Hvar
Askja
Salur 132
Nánar
Aðgangur ókeypis
Siðfræðistofnun efnir til hádegisfundar í sal 132 í Öskju þriðjudaginn 6. mars kl. 12.
Umræðuefni: Siðferðileg álitamál varðandi umskurð drengja og frumvarp til breytinga á almennum hegningarlögum um bann við þeim verknaði.
Stuttar framsögur flytja:
- Salvör Nordal, Umboðsmaður barna
- Jón Ólafsson, heimspekingur og prófessor við íslensku og menningardeild, Háskóla Íslands.
- Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor í guðfræðilegri siðfræði við Háskóla Íslands.
Að loknum framsögum verða almennar umræður.
Fundarstjóri er Vilhjálmur Árnason, stjórnarformaður Siðfræðistofnunar.
Fundurinn er öllum opinn.
Salvör Nordal, Umboðsmaður barna.
