Skip to main content

Samsýning framhaldsskólanna

Samsýning framhaldsskólanna - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
28. nóvember 2025 10:00 til 4. desember 2025 18:00
Hvar 

Saga v. Hagatorg

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Samsýning framhaldsskólanna 2025 opnar föstudaginn 28. nóvember á Sögu.

Samsýning framhaldsskólanna 2025 verður haldin dagana 28. nóvember til 4. desember á Sögu, nýju húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, við Hagatorg.

Föstudaginn 28. nóvember verður formleg opnun Samsýningar framhaldsskólanna kl. 13 - 14 í Sögu

  • Stutt ávarp: Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir forseti fræðasviðs, Menntavísindasviðs bíður gesti velkomna í húsið.
  • Tónlistaratriði: Þorsteinn Logi flytur sitt fyrsta frumsamda lag, spilar og syngur á gítar. Lagið er um náttúru og ást, innblástur frá Bubba og Magga Eiríks. Nemandi í Menntaskóla Borgarfjarðar
  • Stutt ávarp: Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson, aðstoðarrektor vísinda og þverfræðileika.
  • Tónlistaratriði: Þórdís Emilía Aronsdóttir og Björney Aronsdóttir flytja verkið Por una Cabeza eftir Carlos Gardel fyrir tvær fiðlur. Nemendur í Menntaskóli í Tónlist.
  • Stutt ávarp: Sigrún Baldursdóttir verkefnastjóri Samsýningar framhaldsskólanna ræðir um praktísk atriði eins og opnunartímann, bíður gesti velkomna að fá sér léttar veitingar.
  • Tónlistaratriði: Sigríður Theodóra Sæmundsdóttir flytur tvö frumsamin lög, nemandi við Menntaskóli í tónlist.

Á Samsýningunni gefst nemendum tækifæri til að sýna almenningi hugmyndir sínar og sköpun af hvaða tagi sem er - og efla tengslanet sitt til framtíðar.

Tæplega 140 nemendur úr tíu framhaldsskólum víðsvegar af landinu taka þátt í sýningunni í ár og um 100 verkefni af öllu tagi verða til sýnis.

Markmið sýningarinnar er að sýna fram á mikilvægi þess að styðja við og efla STEAM samþættingu í íslensku samfélagi og menntun á sviði sjálfbærni og nýsköpunar- og frumkvöðlastarfs.Samsýningin gefur jafnframt nemendum og kennurum tækifæri á að kynnast starfsemi annarra framhaldsskóla og efla tengsl sín á milli.

Sýning verður opin daglega 28. nóv. - 4. des.
Opið kl. 10:00 - 18:00 virka daga
Opið kl. 10:00 - 17:00 helgina 29. - 30. nóv.

Eftirfarandi skólar taka þátt:

  • Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
  • Fjölbrautaskóli Snæfellinga
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Fjölbrautaskóli Vesturlands
  • Fjölbrautaskólinn við Ármúla
  • Menntaskóli Borgarfjarðar
  • Menntaskóli í tónlist
  • Myndlistaskólinn í Reykjavík
  • Tækniskólinn
  • Verzlunarskóli Íslands

Verið öll hjartanlega velkomin!

Samsýning framhaldsskólanna, NýMennt, Mennta- og barnamálaráðuneytið, Menningar-, nýsköpunar og háskólaráðuneytið

Tæplega 140 nemendur úr tíu framhaldsskólum víðsvegar af landinu taka þátt í Samsýningu framhaldsskólanna í ár og um 100 verkefni af öllu tagi verða til sýnis. Markmið sýningarinnar er að sýna fram á mikilvægi þess að styðja við og efla STEAM samþættingu í íslensku samfélagi og menntun á sviði sjálfbærni og nýsköpunar- og frumkvöðlastarfs. Samsýningin gefur jafnframt nemendum og kennurum tækifæri á að kynnast starfsemi annarra framhaldsskóla og efla tengsl sín á milli.

Samsýning framhaldsskólanna