Samfélagsmiðla- og snjallsímanotkun barna og ungmenna - EFST Á BAUGI

Aðalbygging
Hátíðarsalur
Málþingið, Samfélagsmiðla- og snjallsímanotkun barna og ungmenna fer fram þriðjudaginn 10. febrúar í Hátíðarsal Háskóla Íslands, kl. 15:00–16:30.
Málþingið eru hluti af fyrirlestraröð Menntavísindasviðs HÍ, Efst á baugi og unnin í samstarfi við Netvís – Fjölmiðlanefnd í tilefni af Netöryggisdeginum 10. febrúar.
Kynntar verða nýjustu niðurstöður úr landskönnuninni Börn og netmiðlar meðal 9 - 18 ára grunn- og framhaldsskólanema (fyrirlögn haustið 2025). Fjallað verður um samfélagsmiðlanotkun ungmenna, áreiti og netöryggi, og notkun og viðhorf til gervigreindar. Að lokum fara fram innlegg frá ungmennum og pallborðsumræður.
Dagskrá:
Fundarstjóri: Þóra Jónsdóttir, Netvís – Fjölmiðlanefnd
15:00 – Opnunarávarp
Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs HÍ
15:15 – Kynning á niðurstöðum
Ingibjörg Kjartansdóttir, verkefnisstjóri Menntavísindasviðs og Menntavísindastofnunar HÍ og Skúli Bragi Geirdal, sviðsstjóri Netvís – Fjölmiðlanefnd.
Kynntar verða niðurstöður um samfélagsmiðlanotkun ungmenna og viðhorf þeirra til áreitis og öryggis á netinu. Einnig verða kynntar niðurstöður um notkun ungmenna á gervigreind og sjónarmið þeirra til hennar.
15:35 - Viðhorf kennara og nemenda til snjallsímanotkunar
Svava Pétursdóttir, dósent við Menntavísindasvið HÍ kynnir niðurstöður úr rannsókn um snjallsímanotkun og reglur í skólum, byggða á viðtölum við kennara og nemendur í 5. og 9. bekk.
15:45 – Innlegg ungmenna
Ungmenni (Samfés)
15:50–16:30 – Pallborðsumræður
Stjórnandi: Þóra Jónsdóttir
Umræður um samfélagsmiðlanotkun, netöryggi og ábyrgð fullorðinna í umhverfi þar sem stafrænt líf ungmenna er sífellt stærri hluti af daglegu lífi.
Þátttakendur pallborðs:
- Skúli Bragi Geirdal
- Svava Pétursdóttir
- Tveir fulltrúar ungmenna
Málþingið verður í beinu streymi.
Verið öll velkomin!
Málþingið, Samfélagsmiðla- og snjallsímanotkun barna og ungmenna fer fram þriðjudaginn 10. febrúar í Hátíðarsal Háskóla Íslands, kl. 15:00–16:30.
Málþingið verður einnig í beinu streymi.
Verið öll velkomin!
