Python fyrir vísindalega útreikninga

„Python fyrir vísindalega útreikninga“ er netnámskeið á TwitchTV sem miðar að því að bæta Python-færni þína fyrir vísindalega forritun. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 25. nóvember kl. 10:00 (8:00 á Reykjavíkurtíma) og stendur í 3 daga (4 klst. á dag).
Námskeiðið er skipulagt af Aalto Scientific Computing í samstarfi við CodeRefinery og aðra samstarfsaðila frá Norðurlöndunum, þar á meðal KTH Royal Institute of Technology, Háskólann í Ósló, NAISS, CSC, Háskóla Íslands, UPPMAX við Uppsala University, Nordic-RSE og Finnish Reproducibility Network.
Um námskeiðið
Þetta er miðlungs til framhaldsnámskeið í notkun Python fyrir vísindalega útreikninga. Kenndir verða Python-verkfærapakkar á borð við NumPy, SciPy, Matplotlib og Pandas.
Námskeiðið hentar þeim sem hafa grunnkunnáttu í Python og vilja læra um mikilvægar innri aðgerðir og lykilsöfn fyrir vísindastarf.
Þú getur skoðað „learner personas“ á vefsíðunni til að meta hvort námskeiðið henti þér.
Námskeiðið er í beinni útsendingu á Twitch (á CodeRefinery-rásinni) og allir geta fylgst með án skráningar. Á námskeiðinu er notast við samvinnuskjal („Notes“), þar sem þátttakendur geta lagt inn spurningar.
Ef þú vilt taka virkan þátt og fá aðstoð og svara verkefnum er mælt með skráningu í gegnum einn af tenglunum á vefsíðunni. Námskeiðsefnið er aðgengilegt þar.
Vinsamlegast lestu nánari lýsingu og forkröfur hér:
🔗 https://scicomp.aalto.fi/training/scip/python-for-scicomp-2025
Tími og dagsetningar
25., 26. og 27. nóvember, kl. 09:50–15:00 (með hádegishléi kl. 12:00–13:00).
Athugið: tímasetningar eru í EET (CET+1). Á Reykjavíkurtíma eru tímarnir 07:50-13:00 (með hádegishléi 10:00-11:00)
(Organised by Aalto University, CodeRefinery, and partners):
CodeRefinery Iceland Team:
Prof. Ebba Þóra Hvannberg, Professor, University of Iceland ( ebba@hi.is )
Dr. Hemanadhan Myneni, Adjunct Associate Professor, University of Iceland ( myneni@hi.is )