Opnun Gervigreindarseturs Háskóla Íslands

Edda
Fyrirlestrarsalur
Gervigreindarsetur Háskóla Íslands verður opnað formlega með viðburði í fyrirlestrasal Eddu fimmtudaginn 11. desember kl. 14-16. Boðið verður upp á spennandi fyrirlestra um nýtingu gervigreindar innan ólíkra fræðigreina og pallborð um hlutverk háskóla í þróun og nýtingu gervigreindar.
Gervigreindarsetri HÍ er í senn ætlað að vera vettvangur fyrir samstarf í rannsóknum og þróun á sviðum gervigreindar og gagnavísinda þvert á fræðigreinar og farvegur fyrir miðlun þekkingar út í samfélagið. Setrinu er einnig ætlað hvetja til umræðu um ábyrga nýtingu þessarar nýju tækni.
Streymt verður frá viðburðinum.
Dagskrá
Inngangsorð Silja Bára Ómarsdóttir, rektor HÍ.
Fyrirlestrar um gervigreind
- Iris Edda Nowenstein, lektor við Hugvísindasvið HÍ.
- Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor við Félagsvísindasvið HÍ.
- Morris Riedel, prófessor við Verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ.
- Bjarnheiður Kristinsdóttir, lektor við Menntavísindasvið HÍ.
Pallborð: Hlutverk háskóla í þróun og nýtingu gervigreindar
Viðmælendur:
- Magnús Karl Magnússon, prófessor við Heilbrigðisvísindasvið HÍ.
- Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
- Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms.
- Oddur Þorri Viðarsson, dómari við Héraðsdóm Vestfjarða.
Gervigreindarsetur Háskóla Íslands verður opnað formlega með viðburði í fyrirlestrasal Eddu fimmtudaginn 11. desember kl. 14-16. Boðið verður upp á spennandi fyrirlestra um nýtingu gervigreindar innan ólíkra fræðigreina og pallborð um hlutverk háskóla í þróun og nýtingu gervigreindar.
