Ofbeldi og vopnaburður ungmenna: Þróun, áhættuþættir, forvarnir og inngrip.

Oddi
O-101
Undanfarin ár hafa borist fregnir af fjölgun alvarlegra ofbeldisbrota meðal ungmenna og áhyggjur af vaxandi vopnaburði hafa verið áberandi. Í erindinu verður farið yfir þróun ofbeldishegðunar ungs fólks á Íslandi út frá fjölbreyttum gögnum. Farið verður í helstu áhættuþætti sem tengjast ofbeldishegðun og vopnaburði. Auk þess verður fjallað um gagnreyndar aðferðir til að draga úr ofbeldishegðun, bæði í formi almennra forvarna og sértækra inngripa fyrir þá sem hafa beitt ofbeldi. Rætt verður um hvaða aðgerðir skila árangri og hvaða nálganir geta haft öfug áhrif, með hliðsjón af bæði innlendum og alþjóðlegum rannsóknum.
Margrét Valdimarsdóttir dósent í félagsfræði flytur erindið.
Erindið er hluti af fyrirlestraröð Þjóðarspegilsins um ofbeldi:
https://thjodarspegillinn.hi.is/
Fyrirlesturinn verður tekinn upp og upptaka aðgengileg á vefsíðu Þjóðarspegilsins:
https://thjodarspegillinn.hi.is/vidburdir/
Margrét Valdimarsdóttir dósent í félagsfræði flytur erindi um ofbeldi og vopnaburð ungmenna.
