Skip to main content

Nýnemadagar

Nýnemadagar - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
30. ágúst 2021 10:00 til 3. september 2021 14:00
Hvar 

Háskólatorg

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Háskóli Íslands býður nýnema velkomna með sérstökum nýnemadögum 30. ágúst til 3. september 2021. 

Vegna samgöngutakmarkana verða nýnemadagar bæði í formi stafrænnar miðlunar og minni viðburða.

Upplýsingaborð fyrir nýnema verður opið á Háskólatorgi alla vikuna frá kl. 10 - 14. Fulltrúar frá Stúdentaráði standa fyrir svörum á upplýsingaborðinu.  Þar má fá svör við hinum ýmsu spurningum er varða námið, skólann, húsnæði, félagslíf, þjónustu og margt fleira.

Við hvetjum nýnema líka til að horfa þetta myndband þar sem farið er yfir allar helstu upplýsingar sem gott er að hafa á hreinu þegar þú hefur nám í Háskóla Íslands. 

Endilega fylgstu með Instagram-reikningi Háskólans þar sem kynnt er ýmis þjónusta, stuðningur og félagslíf sem stendur nemendum til boða. Dagana 30. ágúst til 10. september verður Instagram tileinkað nýnemum. Ekki missa af því. 

Það er tilvalið að óska eftir aðgangi að Facebook-síðu fyrir alla nýnema Háskólans sem er óháð námsleiðum og fræðasviðum og opin öllum sem eru að hefja nám við skólann. Á síðunni geta nýir nemendur leitað upplýsinga hver hjá öðrum og átt í óformlegum samskiptum á jafningjagrundvelli.

Stúdentaráð býður nýnemum í gönguferð um Háskólasvæðið kl. 12.20 mánudaginn 30. ágúst. Lagt af stað frá upplýsingaborði fyrir nýnema á Háskólatorgi. Þeir sem komast ekki í gönguferðina geta horft á þetta myndband sem heitir, Nýnemaröltið.

Nýnemar geta einnig tekið þátt í spurningaleik fyrir nýnema í Uglunni þar sem glæsilegir vinningar eru í boði s.s. gjafabréf í Stúdentakjallarann og Bóksölu stúdenta, prentkvótar, gjafabréf á haustönn Háskóladansinns, áhugakönnun eða námskeið á vegum NSHÍ að eigin vali, háskólapeysur, kaffikort og fl. Spurningaleikurinn birtist 30. ágúst, fylgist með. 

Grænn dagur á nýnemadögum verður þriðjudaginn 31. ágúst. Þá verður Græni fáninn afhentur, góðursett tré og fleira á gænum nótum.

Bendum nýnemum á Nýnemavefinn sem er stútfullur af ítarlegum upplýsingum um háskólasamfélagið, fyrstu skrefin í HÍ og þjónustu. Þar eru einnig leiðbeiningar fyrir nýnema, fróðleikur og margt fleira.

Kynningarmyndband fyrir nýnema 

Fræðasvið skólans og nokkrar deildir eru einnig með nýnemamóttökur.  Nýnemamóttökur fræðasviða er að finna í viðburðadagatali.   Hér má finna nánari upplýsingar um nýnemamóttökur á síðum fræðasviðanna: 

Samfélagsmiðlar

Endilega fylgist með Instagram Háskóla Íslands.

Einnig má fylgjast með Háskólanum á FacebookTwitter og YouTube.

Nýnemadagar verða haldnir dagana 30. ágúst - 3. september 2021

Nýnemadagar