Nýjar rannsóknir í fornleifafræði: Þú ert það sem þú borðar?

Þjóðminjasafn
Hildur Gestsdóttir flytur fyrirlesturinn Þú ert það sem þú borðar? Ísótóparannsóknir á Ingiríðarstöðum, í fyrirlestraröðinni Nýjar rannsóknir í ísenskri fornleifafræði.
Fyrirlesturinn verður haldinn í sal Þjóðminjasafns Íslands 13. mars kl. 12-13.
Nýjar rannsóknir í íslenskri fornleifafræð er fyrirlestraröð Félags fornleifafræðinga, námsbrautar í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafns Íslands.
Um erindið
Þegjandadalur er 7 km langur eyðidalur sunnan við Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu. Á árunum 2008-2015 voru grafin up níu kuml auk annara mannvirkja á kumlateignum á Ingiríðarstöðum, sem er eitt af átta býlum sem finna má í dalnum. Öllum kumlunum hafði verið raskað, en þó fundust líkamsleifar amk átta einstaklinga og sjö hesta í kumlunum. Nýlega er lokið ísótóparannsókn á beinum úr kumlateignum, á bæði stöðugum og óstöðugum ísótópum, þar sem kannað var mataræði og fólksflutningar, auk aldursgreiningar. Niðurstöður úr rannsókninni verða kynntar í fyrirlestrinum, en þær hafa aukið þekkingu okkar á fólkinu sem greftrað var í teignum, en einnig opnað nýjar víddir í túlkunum á staðnum, og ber þar helst að nefna gryfju sem grafin upp var á teignum sem í höfðu verið lögð ýmis bein, meðal annars úr ketti og manni. Verkefnið var unnið í samstarfi við Hið þingeyska fornleifafélag.
Næstu fyrirlestrar í röðinni
- 20. mars. Sólrún Inga Traustadóttir. Fornar rætur Árbæjar. Framvinda rannsóknar í Árbæ, Reykjavík.
- 27. mars. Ragnheiður Gló Gylfadóttir. Þjórsárdalur. Skráning fornminja úr lofti.
- 3. apríl. Lísabet Guðmundsdóttir. Viðarnýting norrænna manna á Grænlandi.
- 10. apríl. Kristborg Þórsdóttir. Oddarannsóknin: Fundinn manngerður hellir frá 10. öld í Odda á Rangárvöllum.
- 24. apríl. Angelos Parigoris. „Forgive them, for they know not what they do“. Some notes on the alternative uses of books, and the decolonization of Icelandic manuscripts.
- 8. maí. Ágústa Edwald Maxwell. Mjólk í mat og ull í fat. Verkmenning kvenna á seinni hluta 19. aldar.
- 15. maí. Elin Sundman. The perfect body: A case study of clerical masculinites and male bodies in late medieval Iceland.
Hildur Gestsdóttir.
