Skip to main content

Miðbiksmat í jarðfræði - Helga Kristín Torfadóttir

Miðbiksmat í jarðfræði - Helga Kristín Torfadóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
28. febrúar 2024 10:30 til 12:30
Hvar 

VR-II

Stofa 157

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Heiti ritgerðar:
Bergfræðilegur arkítektúr kvikukerfisins undir Öræfajökli

Doktorsnefnd:
Ármann Höskuldsson, rannsóknarprófessor við Jarðvísindastofnun HÍ
Þorvaldur Þórðarson, prófessor við Jarðvísindadeild HÍ
Alan Woodland, prófessor við Institute of Earth Sciences, Petrology and Geochemistry við Goethe-háskóla í Frankfurt í Þýskalandi.
Joan Andujar, rannsóknarprófessor við Earth Sciences Institute of Orléans (ISTO), CNRS-University of Orléans-BRGM í Frakklandi. Bruno Scaillet, rannsóknarprófessor við Earth Sciences Institute of Orléans (ISTO), CNRS-University of Orléans-BRGM í Frakklandi

Ágrip:
Nánast allar kvikur sem ná upp til yfirborðs í eldgosum hafa verið vistaðar í jarðskorpunni, sumar einungis í einu geymslurými, en flestar í syrpu af mörgum geymslurýmum á mismunandi dýpi. Þessi flutningur kvikunnar í gegnum skorpuna, og samhliða þróun hennar, er skráð í stórkristalla sem vaxa úr kvikunni við þessar tilfærslur, sérstaklega í pýroxenkristöllum, sem skrá flókna þrýstings- og hitasögu kvikunnar. Af þessum sökum eru rannsóknir á bergfræðilegum textúr mikilvægar fyrir í skilningi okkar á uppbyggingu og þróun gosrása í íslenskum megineldstöðvum. Slíkar rannsóknir byggja á ítarlegum bergfræði tilraunum sem beinast að því að endursegja þrýstings- og hitasögu kvikugerðanna sem einkenna eldvirknina í tilteknum megineldstöðvum og bjóða upp á einstakt tækifæri til rýna í leyndarmál kvikukerfa og þróun kvikunnar í gosrásinni. Öræfajökull, sem hefur nýlega sýnt merki um óróa, er miðpunktur þessarar rannsóknar þar sem basíkar, ísúrar og súrar gosmyndanir eru rannsakaðar gaumgæfilega út. Svona rannsókn hefur ekki verið framkvæmd fyrr á íslenskum megineldstöðvum.

Helga Kristín Torfadóttir

Miðbiksmat í jarðfræði - Helga Kristín Torfadóttir