MENNTAKVIKA Ráðstefna
Hin árlega ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Menntakvika, verður haldin í 28. skipti, dagana 26. - 27. september 2024. Framtíð menntunar á tímum gervigreindar er yfirskrift Menntakviku í ár og verða 210 erindi og 55 málstofur.
Ráðstefnan er mikilvægur vettvangur sérfræðinga, fræðafólks og starfandi fólks á vettvangi til að læra hvert af öðru, deila þekkingu og efla samstarf á sviði menntavísinda.
Menntakvika er haldin í tilvonandi húsnæði Menntavísindasviðs HÍ í Sögu og í aðalbyggingu HÍ og er opin öllum sem hafa áhuga á menntavísindum að kostnaðarlausu.
Málstofur og erindi Menntakviku hefjast að opnunarmálstofu lokinni og fara að mestu fram föstudaginn 27. september. Allar nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu Menntakviku
---
Opnunarmálstofan Framtíð menntunar á tímum gervigreindar verður haldin fimmtudaginn 26. september frá 13:00- 14:30 í Hátíðarsal í aðalbyggingu Háskóla Íslands.
Sjá nánar dagskrá opnunarmálstofu Menntakviku
Verið öll velkomin á Menntakviku!
Hin árlega ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Menntakvika, verður haldin í 28. skipti, dagana 26. - 27. september 2024. Framtíð menntunar á tímum gervigreindar er yfirskrift Menntakviku í ár og verða 210 erindi og 55 málstofur.