Skip to main content

Meistaravörn í lyfjafræði - Valgerður Sigtryggsdóttir

Meistaravörn í lyfjafræði - Valgerður Sigtryggsdóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
16. maí 2019 15:00 til 15:25
Hvar 

Askja

Stofa 132

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fimmtudaginn 16. maí ver Valgerður Sigtryggsdóttir MS verkefni sitt í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið ber heitið Meðferð sykursýki hjá sjúklingum sem greinast með hjartavöðvadrep á hjartadeild 14EG á Landspítala: staða lyfjanotkunar miðað við klínískar leiðbeiningar ADA, EASD og ESC

Prófdómarar eru Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir, klínískur lyfjafræðingur og lektor við Lyfjafræðideild og dr. Lárus Steinþór Guðmundsson, dósent við Lyfjafræðideild.

Leiðbeinendur Valgerðar voru Ingibjörg Gunnþórsdóttir, lyfjafræðingur, Karl Konráð Andersen, yfirlæknir Hjartagáttar og prófessor og Tómas Þór Ágústsson, sérfræðilæknir í lyf- og innkirtlalækningum og lektor - öll við Landspítala. Umsjónarkennari verkefnisins var Pétur S. Gunnarsson, lektor við Lyfjafræðideild.

Ágrip af rannsókn

Sykursýkislyf í flokkum GLP-1 viðtaka agonista og SGLT-2 hemla hafa sýnt fram á ávinning hvað varðar hjarta– og æðasjúkdóma. Markmið rannsóknarinnar var að kanna stöðu lyfjanotkunar hjá sjúklingum með sykursýki tegund 2 og nýgreint hjartavöðvadrep á hjartadeild 14EG á Landspítala auk þess að meta samræmi við klínískar leiðbeiningar ADA, EASD og ESC.

     Alls voru 212 sjúklingar í úrtakinu en 197 sjúklingar notuðu annaðhvort lyf við komu á hjartadeild 14EG eða við útskrift og voru því hluti af lyfjahópi rannsóknarinnar. Metformin var notað af 140 sjúklingum við útskrift en 75 sjúklingar notuðu insúlín lyf og 68 sjúklingar sulphonylurea lyf. Alls notuðu 22 sjúklingar DPP-4 hemla, 10 sjúklingar GLP-1 viðtaka agonista og 17 sjúklingar SGLT-2 hemla við útskrift á tímabilinu.

     Niðurstöðurnar benda til þess að meirihluti sjúklinga sé ekki meðhöndlaður í samræmi við núverandi klínískar leiðbeiningar ADA, EASD og ESC. Notkun lyfja í flokki GLP-1 viðtaka agonista og SGLT-2 hemla eykst þó þegar tímabilið 2016-2018 er borið saman við tímabilið 2013-2015.

Um nemandann

Valgerður Sigtryggsdóttir er fædd þann 10. ágúst 1994 í Reykjavík. Valgerður er alin upp í Ólafsvík en foreldrar hennar eru Margrét Gróa Helgadóttir og Sigtryggur Sævar Þráinsson. Hún útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2014. Sama ár hóf hún nám við lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Valgerður hefur starfað hjá Lyfju samhliða námi og ætlar að starfa áfram þar í sumar.  

Fimmtudaginn 16. maí ver Valgerður Sigtryggsdóttir MS verkefni sitt í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið ber heitið Meðferð sykursýki hjá sjúklingum sem greinast með hjartavöðvadrep á hjartadeild 14EG á Landspítala: staða lyfjanotkunar miðað við klínískar leiðbeiningar ADA, EASD og ESC

Meistaravörn í lyfjafræði - Valgerður Sigtryggsdóttir