Skip to main content

Meistaravörn í lyfjafræði - Unnur Karen Guðbjörnsdóttir

Meistaravörn í lyfjafræði - Unnur Karen Guðbjörnsdóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
16. maí 2019 11:40 til 12:05
Hvar 

Askja

stofa 132

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fimmtudaginn 16. maí ver Unnur Karen Guðbjörnsdóttir MS verkefni sitt í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið ber heitið Icelandic community pharmacists’ expectations of future role extensions and training requirements - a needs assessment

Prófdómarar eru Elín Í Jacobsen, klínískur lyfjafræðingur og dr. Lárus Steinþór Guðmundsson, dósent við Lyfjafræðideild.

Leiðbeinendur Unnar Karenar voru Anita Weidmann, School of Pharmacy and Life Sciences, Robert Gordon University í Aberdeen, Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir og Pétur S. Gunnarsson, bæði klínískir lyfjafræðingar og lektorar við Lyfjafræðideild. Umsjónarkennari verkefnisins var Freyja Jónsdóttir, klínískur lyfjafræðingur og aðjúnkt við Lyfjafræðideild.

Ágrip af rannsókn

Lengi vel hafa hlutverk lyfjafræðinga í apótekum að mestu leyti verið afgreiðsla lyfseðla og stuttar ráðgjafir til viðskiptavina. Á seinustu árum hafa hlutverk lyfjafræðinga í apótekum í ýmsum löndum hins vegar verið að aukast í átt að sjúklingamiðaðri þjónustu, en slík þróun hefur ekki átt sér stað á Íslandi svo vitað sé um. Markmið rannsóknarinnar var að kanna væntingar og skoðanir lyfjafræðinga í apótekum á Íslandi á hlutverkum þeirra í starfi og mögulegum breytingum á þeim í framtíðinni ásamt meðfylgjandi starfsþjálfun. Niðurstöður sýndu að 90.2% allra þátttakenda (n=55) sáu þörf fyrir útvíkkuðum starfshlutverkum lyfjafræðinga í apótekum og allir þátttakendur nema einn (n=60, 98.4%) voru tilbúnir til að leggja á sig aukalega þjálfun til að gera útvíkkun starfshlutverka að möguleika á Íslandi.

Um nemandann

Unnur Karen Guðbjörnsdóttir er fædd þann 4. febrúar 1993 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík vorið 2012 og byrjaði í lyfjafræði við Háskóla Íslands haustið 2013. Unnur Karen hefur unnið í Lyfju síðan um sumarið 2014 og hefur einnig unnið tvö sumur í blöndunareiningu sjúkrahúsapóteksins á Landspítala. Foreldrar Unnar eru Guðbjörn Sölvi Ingason og Unnur Baldursdóttir og maki minn er Hrólfur Vilhjálmsson. Eftir útskrift mun Unnur Karen hefja störf sem lyfjafræðingur hjá Lyfju og vonast til þess að það starf geti orðið framtíðarstarf enda hafa störf lyfjafræðinga í apótekum lengi heillað hana.

Fimmtudaginn 16. maí ver Unnur Karen Guðbjörnsdóttir MS verkefni sitt í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið ber heitið Icelandic community pharmacists’ expectations of future role extensions and training requirements - a needs assessment

Meistaravörn í lyfjafræði - Unnur Karen Guðbjörnsdóttir