Skip to main content

Meistaravörn í lyfjafræði - Þórður Hermannsson

Meistaravörn í lyfjafræði - Þórður Hermannsson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
15. maí 2019 11:15 til 11:40
Hvar 

Askja

stofa 132

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Miðvikudaginn 15. maí ver Þórður Hermannsson MS verkefni sitt í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið ber heitið Mass Spectrometry-based Diagnostics for APRT Deficiency: Validation of a UPLC-MS/MS Urinary Assay for Absolute Quantification of 2,8-dihydroxyadenine & Adenine

Prófdómarar eru dr. Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson, lektor við Raunvísindadeild HÍ og dr. Sveinbjörn Gizurarson, prófessor við Lyfjafræðideild

Leiðbeinendur Þórðar voru Unnur Arna Þorsteinsdóttir, doktorsnemi við Lyfjafræðideild HÍ og dr. Margrét Þorsteinsdóttir, prófessor við Lyfjafræðideild, sem einnig var umsjónarkennari verkefnisins. 

Ágrip af rannsókn

Adenín fosfóríbósýltransferasa (APRT) skortur er sjaldgæfur arfgengur efnaskiptasjúkdómur þar sem umbroti adeníns í líkamanum er raskað af skorti á ensíminu APRT sem hvatar niðurbrot adeníns yfir í Adenosín Mónófosfat (AMP). Fjarvera APRT ensímsins leiðir til niðurbrots adeníns yfir í 2,8-díhýdroxíadenín (DHA) af ensíminu Xanþín oxídasa. DHA er torleyst og fellur út við sýrustig þvags sem getur leitt til nýrnaskaða, myndun nýrnasteina og í alvarlegum tilfellum bráðri nýrnabilun. Það hefur verið þróuð aðferð til magngreiningar á DHA í þvagi með UPLC-MS/MS mælibúnað og er tilgangur þessa verkefnis að framkvæma gildingu á þeirri aðferð með tilliti til efnanna DHA og adeníns með sérstaka áherslu á stöðugleikamælingar.

Um nemandann

Þórður Hermannsson fæddist í Gautaborg þann 10. desember 1991 þar sem hann bjó til ársins 2003 er hann flutti til Íslands og kláraði grunnskólagöngu í Hólabrekkuskóla. Hann útskrifaðist af tungumálabraut Menntaskólans við Hamrahlíð árið 2011, lauk B.Sc. námi í lyfjafræði við Háskóla Íslands árið 2016 og mun ljúka mastersprófi 2019 frá sömu deild. Þórður hefur starfað í lyfjaverksmiðju Actavis, í apótekum og við verknám á rannsóknarstofu og á landsspítalanum. Foreldrar Þórðar eru Hrönn Harðardóttir, sviðsstjóri sérnámsbrautar í Borgarholtsskóla og Hermann Bjarnason, verktaki innan ferðamannaiðnaðarins. Að mastersnáminu loknu hyggst Þórður starfa annaðhvort í apótekum eða við rannsóknir. Áhugamál Þórðar eru kraftlyftingar, Crossfit, hljóðfæraleikur og heimsspeki.  

Miðvikudaginn 15. maí ver Þórður Hermannsson MS verkefni sitt í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið ber heitið Mass Spectrometry-based Diagnostics for APRT Deficiency: Validation of a UPLC-MS/MS Urinary Assay for Absolute Quantification of 2,8-dihydroxyadenine & Adenine

Meistaravörn í lyfjafræði - Þórður Hermannsson