Meistaravörn í lyfjafræði - Laufey Jónasdóttir
Askja
stofa 132
Miðvikudaginn 15. maí ver Laufey Jónasdóttir MS verkefni sitt í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið ber heitið Trends of antibiotic prescribing among inpatients of medicine departments in two private sector hospitals over 9 years; one non-teaching hospital and one teaching hospital in Central India
Prófdómarar eru Þórunn Óskarsdóttir, klínískur lyfjafræðingur og Pétur S. Gunnarsson, lektor við Lyfjafræðideild
Leiðbeinendur Gaetano Marrone við Karolinska Institutet og Megha Sharma við Gardi Medical college, Ujjain, Indlandi. Umsjónarkennari verkefnisins var Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir
Ágrip af rannsókn
Til að framkvæma viðeigandi ráðstafanir vegna sýklalyfjaávísana er þörf er á fleiri rannsóknum frá einkareknum sjúkrahúsum í Indlandi þar sem einkareknar heilbrigðisstofnanir eru um 80% af heilbrigðisstofnunum á Indlandi. Markmið rannsóknarinnar var að kanna mynstur á ávísunum fyrir sýklalyf á lyflækningadeildum yfir níu ára tímabil á tveimur sjúkrahúsum, öðru sem er ekki kennslusjúkrahús (NTH) og hinu sem er kennslusjúkrahús (TH), í Mið-Indlandi.
Magn sýklalyfjaávísana í heild sinni hækkaði á NTH en lækkaði á TH á níu árum. Á báðum sjúkrahúsunum var algengt að ávísa þriðju kynslóð cefalósporína, flúórókínólónum, blöndu penicillina og Ímídazólafleiðum. Mesti munurinn á ávísunum sýklalyfja yfir níu árin á milli sjúkrahúsanna var fyrir flúórókínólóna þar sem ávísunum hækkaði í NTH en lækkaði í TH.
Um nemandann
Laufey Jónasdóttir fæddist 18. maí 1994 í Reykjavík. Hún útskrifaðist sem stúdent af náttúrufræðibraut á líffræðisviði frá Menntaskólanum við Sund. Haustið 2014 hóf Laufey nám í lyfjafræði við Háskóla Íslands. Foreldrar hennar eru Jónas Hafsteinsson og Ólafía Karlsdóttir. Laufey hefur starfað í apóteki, lyfjaskömmtun og í lyfjaskráningum. Framtíðarplönin hennar eru að vinna sem lyfjafræðingur og fá reynslu á nokkrum sviðum innan lyfjafræðinnar á starfsferli sínum.
Miðvikudaginn 15. maí ver Laufey Jónasdóttir MS verkefni sitt í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið ber heitið Trends of antibiotic prescribing among inpatients of medicine departments in two private sector hospitals over 9 years; one non-teaching hospital and one teaching hospital in Central India