Skip to main content

Meistaravörn í lyfjafræði - Gunnar Jökull Johns

Meistaravörn í lyfjafræði - Gunnar Jökull Johns - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
15. maí 2019 8:40 til 9:05
Hvar 

Askja

stofa 132

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Miðvikudaginn 15. maí ver Gunnar Jökull Johns MS verkefni sitt í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið ber heitið Labeling of human cells using 13C labeled nutrients and metabolite tracking in co-culture.

Prófdómarar eru dr. Helga Ögmundsdóttir, prófessor emeritus við Læknadeild og dr. Bergþóra Sigríður Snorradóttir, lektor við Lyfjafræðideild.

Leiðbeinendur Gunnars voru Wilma E Mekser, Martin Giera, Sarantos Kostidis, Juan Carlos, Alarcón-Barrera, öll við Leids Universitair Medisch Centrum í Hollandi, og dr. Sigríður Klara Böðvarsdóttir, forstöðumaður Lífvísindaseturs HÍ. Umsjónarkennari verkefnisins var dr. Margrét Þorsteinsdóttir, prófessor við Lyfjafræðideild.

Ágrip af rannsókn

Bakgrunnur: Notkun merktra næringarefna til þess að rannsaka efnaskipti frumna er mikilvægt verkfæri við heildræna metabólíska greiningu (metabolomics study)

Markmið: Markmið verkefnisins var að nota 13C næringarefni til þess að merkja metabólíta í mannafrumum og skoða hvort þessir metabólítar séu teknir upp af öðrum frumugerðum í samræktun.  

Aðferðir: Merktur glúkósi og glutamín var notað í æti fyrir trefjakímfrumulínu til þess að búa til merkta metabólíta í frumunum. Þessar frumur voru svo færðar í samræktun með krabbameinsfrumum í 24 tíma og metabólítar beggja frumanna mældir með NMR.

Niðurstöður: Það tókst að rekja metabólíta milli frumugerðanna í samræktun þar sem hægt var að greina nokkra merkta metabólíta í ómerktu krabbameinsfrumunum.

Abstract

Background: The use of isotopically labeled nutrients to study the metabolism of cells is an important tool in metabolomics studies.

Objective: The objective of this project was to use 13C labeled nutrients to produce labeled metabolic products of human cells and then examine if these 13C-labelled metabolites can be uptaken by other cell types in co-culture.

Methods: labeled glucose and glutamine were used in the growth medium of fibroblast cells to generate labelled metabolites. These cells were then brought into co-culture with cancer cells for 24 and the metabolites extracted and measured by NMR.

Results: The tracking of labeled metabolites between cell types in co-culture was successful as labeled metabolites could be found in the unlabeled cancer cells.

Um nemandann

Gunnar Jökull Johns lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2014 og hóf nám í lyfjafræði sama ár. Með lyfjafræðináminu starfaði hann í Costco apóteki.

Miðvikudaginn 15. maí ver Gunnar Jökull Johns MS verkefni sitt í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið ber heitið Labeling of human cells using 13C labeled nutrients and metabolite tracking in co-culture.

Meistaravörn í lyfjafræði - Gunnar Jökull Johns