Meistarafyrirlestur í stærðfræði - Hulda Hvönn Kristinsdóttir
Fyrirlesturinn verður á Zoom: https://eu01web.zoom.us/j/62671255864
Meistaranemi: Hulda Hvönn Kristinsdóttir
Heiti verkefnis: Listin að telja - Kennslurit í talningar- og fléttufræði fyrir framhaldsskóla
___________________________________________
Deild: Raunvísindadeild
Leiðbeinandi: Anders Claesson, prófessor við Raunvísindadeild og Freyja Hreinsdóttir, dósent við Deild faggreinakennslu
Prófdómari: Henning Úlfarsson, lektor við Háskólann í Reykjavík
Ágrip
Farið verður yfir helstu grunnatriði talningarfræði og fléttufræði með sérstakri áherslu á framleiðandi föll og framleiðandi raðir. Meðal efnisviðsins eru grundvallar hugtök stærðfræðinnar á borð við samsetningar, umraðanir, strengir, runur, raðir, rakningavensl, og svo auðvitað framleiðandi föll og framleiðandi raðir. Markmið verkefnisins er að skrifa kennslurit fyrir framhaldsskóla um efni sem er fáséð í kennslubókum framhaldskólanna. Lagt er upp úr því fræðimáli sé haldið í lágmarki svo bókin sé sem aðgengilegust yngri lesendum.