Með fróðleik í fararnesti: Pödduskoðun í Elliðaárdal

Elliðaárdalur – Við gömlu rafstöðina
Pöddur eru um áttatíu prósent allra dýrategunda á jörðinni og nú fá fróðleiksfúsir Íslendingar enn einu sinni tækifæri til að skoða skordýrin í algjöru návígi með vísindamönnum Háskóla Íslands. Háskólinn og Ferðafélag barnanna stefna nefnilega á ný í rannsóknaferð um Elliðaárdal þar sem leitað verður skordýra í laufi og vatni nærri Rafstöðinni.
Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus við HÍ, leiðir gönguna eins og mörg undanfarin ár en hann hefur vakið feiknarlega athygli í fjölmiðlum undanfarin ár fyrir þekkingu sína á skordýrum. Með honum verður fjöldi annarra sérfræðinga frá HÍ. Gísli Már hefur verið kennari við HÍ í áraraðir auk þess að fjalla um allskyns þætti í lífríki og umhverfi í ferðum og fjölmiðlum.
Gangan þetta árið verður þriðjudaginn 13. júní kl. 18, en mæting er við gömlu rafstöðina við Elliðaár. Skordýr eru langstærsti flokkur dýra í heiminum. Því má reikna með fjölbreyttu lífríki við Elliðaárnar. Fjöldi nýrra tegund hefur numið land á Íslandi undanfarna áratugi og spurning hvort göngufólk uppgötvi nýjan landnema í göngunni.
Gangan er hluti af samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Ferðafélags barnanna: Með fróðleik í fararnesti sem hefur staðið yfir frá aldarafmæli Háskóla Íslands árið 2011.
Ókeypis er í gönguna eins og allar aðrar í röðinni um Fróðleik með fararnesti.
Pöddur eru um áttatíu prósent allra dýrategunda á jörðinni og nú fá fróðleiksfúsir Íslendingar enn einu sinni tækifæri til að skoða skordýrin í algjöru návígi með vísindamönnum Háskóla Íslands. Háskólinn og Ferðafélag barnanna stefna nefnilega á ný í rannsóknaferð um Elliðaárdal þar sem leitað verður skordýra í laufi og vatni nærri Rafstöðinni.
