Kvöldstund með smávinum: Nýlegar þýðingar

Gunnarshús
STUTT-rannsóknastofa í smásögum og styttri textum heldur áfram með mánaðarleg kvöld með smávinum í Gunnarshúsi. Höfundar og þýðendur fjalla um verk sín og/eða þýðingar og lesa valda texta. Megin markmið þessara stunda er að skapa tækifæri til að kynnast ólíkum stuttum bókmenntatextum, gömlum og nýjum, og verða fróðari um þá, hvort sem þeir kallast örsögur, smáprósar, prósaljóð eða eitthvað annað. Einnig að njóta samveru við upplestur og umfjöllun verkanna. Kvöldin eru skipulögð út frá þemum. Þann 13. nóvember verður sjónum beint að nýlegum þýðingum.
Gestir fá tækifæri til að bera fram spurningar og bregðast við upplestri og umfjöllun. Boðið verður upp á kaffi og kleinur. Verið hjartanlega velkomin!
Umsjón hafa Kristín Guðrún Jónsdóttir og Ásdís R. Magnúsdóttir
Haldið í Gunnarshús, Dyngjuvegi 8, Reykjavík, þann 13. nóvember kl. 20:00-21:30.
Dagskrá:
- Þórður Sævar Jónsson: Tókýó-Montana hraðlestin eftir Richard Brautigan
- Berglind Erna Tryggvadóttir: Mér líður ágætlega en mér gæti liðið betur eftir Lydiu Davis
- Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson: 43 smámunir eftir Katrin Ottarsdóttir
- Rut Ingólfsdóttir: Stílæfingar eftir Raymond Queneau
Dagskrá kvöldstundar 11. desember. Að skrifa stutt.
- Þórarinn Eldjárn: Dreymt bert
- Sigurbjörg Þrastardóttir: Mæður geimfara
- Birta Þórhallsdóttir: Einsamræður
- Gyrðir Elíasson: Lungnafiskarnir, Þöglu myndirnar, Pensilskrift
Efni kvöldstundanna 2026 verður m.a.: Gömul form í nýjum búningi: lesið í hið liðna; Eldri þýðingar og Minningar: skemmti- og atvikasögur.
Viðburðurinn er haldinn á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.
Kvöldstund með smávinum.
