Skip to main content

Íslenska æskulýðsrannsóknin - Málþing

Íslenska æskulýðsrannsóknin - Málþing - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
12. nóvember 2024 14:00 til 16:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hvað segja börn og ungmenni um styrkleika og áskoranir í lífi sínu? er yfirskrift málþings Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar sem fer fram þriðjudaginn 12. nóvember kl. 14. - 16  í Hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands.

Þar verða kynntar niðurstöður úr spurningalistakönnun ÍÆ sem lögð var fyrir í grunnskólum vorið 2024.

Á málþinginu verður gefið heildaryfirlit yfir þá fjölmörgu þætti sem spurt er um í rannsókninni en jafnframt munu fulltrúar sveitarfélaga og stofnana sem nýta ÍÆ gögnin taka þátt í pallborði. Rætt verður um þau málefni barna og ungmenna sem helst brenna á þeim sem starfa með þeim, koma að stefnumótun í málefnum þeirra eða stunda rannsóknir á þessu sviði. Málþingið er það fyrsta í röð árlegra málþinga ÍÆ þar sem kynntar verða niðurstöður rannsóknarinnar https://iae.is/

Takið daginn frá og verið öll hjartanlega velkomin!