Í þágu okkar allra – karlar gegn kynbundnu ofbeldi

Edda
Fyrirlestrarsalur
Burrell hefur stundað rannsóknir á kynbundnu ofbeldi um árabil og birt um það greinar, bækur og skýrslur. Sumarið 2025 kom út skýrslan "New paths to prevention: Engaging more boys and men in ending violence against women" sem Burrell vann í samvinnu við alþjóðlegan hóp fræðafólks. Hann leggur áherslu á að vera í virku samtali við samfélagið og heldur m.a. úti hlaðvarpinu „Nú og karlar“ (Now and men).
Málflutningur Burrell á skýrt erindi við íslenskt samfélag í þeirri auknu skautun sem nú einkennir kynjaumræðuna. Hann boðar að kynjajafnrétti sé ekki „núllsummuspil“ þar sem ávinningur eins sé tap annars heldur að baráttan sé í þágu allra og ekki síst karla sjálfra.
Eftir erindi Burrell á málþinginu verður pallborð með þátttöku Hjálmars Sigmarssonar sérfræðings á Stígamótum, Lindu Drafnar Gunnarsdóttur framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins og Indíönu Rósar Ægisdóttur, verkefnastýru Jafnréttisskóla Reykjavíkur.
Viðburðurinn er samstarf námsbrautar í kynjafræði á Félagsvísindasviði og Rannsóknastofu um ofbeldi á Menntavísindasviði, og er hann hluti af viðburðum Kvennaárs og 16 daga átaki UN WOMEN gegn kynbundnu ofbeldi. Fundarstjóri Þorgerður J. Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði. Viðburðurinn er á ensku.
Dr. Stephen Burrell er lektor í afbrotafræði og kynjafræði við Melbourne háskóla í Ástralíu. Meðal helstu rannsóknasviða hans eru karlar, karlmennska og ofbeldi. Doktorsritgerð hans fjallaði um starf með drengjum og körlum gegn ofbeldi og nýlegar rannsóknir hans snúast um tengslin milli karllægs ofbeldis og umhverfisógnar. Hann er heiðursfélagið í Félagsfræðideild Durham háskóla í Bretlandi, starfar með samtökunum MenEngage Global Alliance og stjórnar hlaðvarpin Now and Men: Current conversations on men’s lives.