Hvers virði eru húsmæður? Heimilisstörf kvenna og þjóðhagsreikningar

Árnagarður
Stofa 304
Ásgerður Magnúsdóttir, BA í sagnfræði, flytur fyrirlestur í Málstofu í félags- og hagsögu sem hún nefnir „Hvers virði eru húsmæður? Heimilisstörf kvenna og þjóðhagsreikningar“. Málstofan verður í stofu 304 í Árnagarði, þriðjudaginn 14. mars kl. 16:00-17:00.
Um fyrirlesturinn
Ólaunuð heimilisstörf einkenndu líf flestra kvenna á fyrri hluta 20. aldar og höfðu þær jákvæð áhrif á hagkerfið með því að sjá um heimili og fjölskyldu. Þau áhrif hafa þó verið afar vanmetin í gegnum tíðina. Það kemur að hluta til vegna þess að þjóðhagsreikningakerfið staðsetur ólaunuð heimilisstörf fyrir utan framleiðslumörkin en það þýðir að vinnuframlag þessara kvenna í bæði nútíma og sögulegu samhengi hefur verið stórlega vantalin. Í málstofunni verður stiklað á stóru um tilraunir til að meta virði ólaunaðra heimilisstarfa húsmæðra á Íslandi 1900–1940 og rætt hvernig þjóðhagsreikningakerfið hefur áhrif á viðhorf okkar til þátttöku kvenna í efnahagsstarfseminni fyrr á tíðum.
Ásgerður Magnúsdóttir.
