Hvernig fjárhagsbókhald klúðrar mannauðsmálum

Háskólatorg
HT-102
Viðskiptafræðideild kynnir spennandi fyrirlestur Peter Cappelli, prófessors við Wharton háskóla í Bandaríkjunum sem ber heitið „How Financial Accounting Screws Up HR“.
Fyrirlesturinn fer fram föstudaginn 25. Ágúst kl. 10:30 – 12:00 í stofu HT-102 á Háskólatorgi. Þar mun hann fjalla um samnefnda grein sína sem birtist í Harvard Business Review á dögunum og bók sína, Our Last Important Asset: why the relentless focus on finance and accounting is bad for business and employees.
Cappelli hefur meðal annars verið nefndur einn af fimm áhrifamestu stjórnendum á sviði stjórnunar og skrifar hann reglulega um mannauðsmál í Harvard Business Review, The Wall Street Journal og HR Executive magazine. Hann er í forsvari fyrir stofnun mannauðsstjórnunar innan Wharton háskóla í Bandaríkjunum og hefur hann fengið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín. Hér er því um að ræða virkilega spennandi viðburð á sviði stjórnunar og hvetjum við öll áhugasöm til að mæta.
Viðskiptafræðideild kynnir spennandi fyrirlestur Peter Cappelli, prófessors við Wharton háskóla í Bandaríkjunum sem ber heitið „How Financial Accounting Screws Up HR“.
