Háskóli Íslands á UTmessu 2018
Silfurberg - Harpa
UTmessan verður haldin í áttunda sinn þann 2. og 3. febrúar 2018 í Hörpu.
Föstudaginn 2. febrúar: Ráðstefna og sýning fyrir fagfólk í upplýsingatækni. Skráningu lýkur 30.janúar. Skráðu þig HÉR
Hér má skoða dagskrá ráðstefnunnar á föstudeginum
Laugardaginn 3. febrúar - opið fyrir almenning á sýningu á tölvugeiranum. frá klukkan 10:00 til 17:00
Sjá nánari dagskrá HÉR
Háskóli Íslands verður með sýningarbás báða dagana og á laugardeginum opnum við inn á sýningarsvæði HÍ í Silfurbergi þar sem fjölbreyttur fróðleikur verður í boði.
- Sestu við stýrið á alvöru rafmagns-kappaksturbíl - Team Spark.
- Forritaðu LEGO-þjarkann og leystu þrautina – First Lego League Iceland og Team Spark.
- Búðu til lítið vasaljós - Vísindasmiðjan.
- Sjáðu sjálfan þig í hitamyndavél – Vísindasmiðjan.
- Mótaðu landslagið í sandkassanum – Vísindasmiðjan
- Dragðu hring á fingur og skapaðu þína eigin tónlist - Genki Instruments (Wave).
- Ferðastu um fjallendi í sýndarveruleika – Námsbraut í landfræði við HÍ og Svarmi ehf.
- Ferðastu um heiminn á höndunum – Námsbraut í landfræði og Google Earth.
- Lágmarkaðu áhrif jarðskjálfta á heimilið þitt – Jarðskjálftaborð – Byggingarverkfræði HÍ.
- Eldhús framtíðarinnar: þrívíddarprentuð matvæli - Matvælafræði HÍ og Matís
- Lífhagkerfið í sýndarveruleika - Matvælafræði HÍ og Matís.
- Ljáð'okkur eyra: Hljóðgetraun – Iðnaðarverkfræði HÍ.
- Hvernig búum við til vélmenni? – Nemendur í tæknifræðinám HÍ á Keili
- Að kunna að forrita - Kóðinn og Háskóli Íslands.
Einnig vekjum við athygli á Hönnunarkeppni Háskóla Íslands en keppnin er árlegur viðburður sem haldin er af véla- og iðnaðarverkfræðnemum Háskóla Íslands og hefur fyrir löngu skapað sér fastan sess sem spennandi og fróðlegur viðburður fyrir unga sem aldna.
Sjáumst í Silfurbergi á UTmessu - Facebook Viðburður: UTmessan - sýningardagur
Sjáumst á UTmessu