Skip to main content

Forvarnir og fræðsla um kynferðisofbeldi

Forvarnir og fræðsla um kynferðisofbeldi  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
17. september 2024 13:00 til 19. september 2024 15:30
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

K-103 / K-208

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Barnaheill bjóða nemendum Háskóla Íslands á námskeið til að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gagnvart 5-11 ára börnum.

Fræðslan fer fram þriðjudag 17. sept. kl. 13-15.30 í K-103 & fimmtudag 19. sept. kl. 13-15.30 í K-208 - skráning hér Nauðsynlegt er að mæta báða dagana.

Einnig býður Barnaheill upp á fjarnámskeið miðvikudaginn 2. okt. kl. 13-15.30 & fimmtudag 3. okt. kl. 13-15.30 - skráning hér - Nauðsynlegt er að mæta báða dagana.

„Við viljum gera fagfólk sem vinnur með börnum meðvitað og fært um að ræða við börnin og styðja þau í að
öðlast skilning, færni og þekkingu á líkama sínum, tilfinningum, mörkum og samþykki."
Ítarlegt kennsluefni með gagnreyndri kynfræðslu og viðaukum (leikir, verkefni, þrautir) verður aðgengilegt eftir námskeiðið.
Í efninu sem notað er við fræðsluna eru fimm námsþættir

  • „Hvað veistu um réttinn til kynheilbrigðis?“
  • „Mannslíkaminn“
  • „Tilfinningagreind og samskiptahæfni“
  • „Mörk og samþykki“
  • „Að vernda börn gegn kynferðislegri misnotkun“

Þátttakendur fá skjal sem staðfestir þátttöku í námskeiðinu, styrktu af Evrópusamstarfinu. CSAPE (Child Sexual Abuse Prevention and Education) 2022–2024 er samstarfsverkefni Finnlands, Íslands, Grikklands, Albaníu og Bosnía-Hersegóvínu og fjármagnað af Evrópusambandinu.