Firring skjásamfélagsins - ljósmyndasýning á Háskólatorgi
Háskólatorg
Tröð
Að öllum líkindum ertu að lesa þetta af skjá. Þótt einmitt það geti verið þægilegt þá geta uppsöfnuð áhrif almennrar skjánotkunar haft ýmisleg óæskileg áhrif á líf fólks.
Firring skjásamfélagsins er nýstárleg félagsfræðileg ljósmyndasýning sem beinir gagnrýnum sjónum að ótilætluðum áhrifum víðtækrar skjánotkunar á samskipti og samfélag.
Sýningin, sem er á neðstu hæð Háskólatorgs Háskóla Íslands á ganginum sem nefnist Tröð, er byggð á nýrri bók Viðars Halldórssonar, prófessors í félagsfræði, sem ber heitið Sjáum samfélagið. Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 22. ágúst og stendur til 6. september. Hún er öllum opin og aðgangur ókeypis.
Ljósmyndasýningin Firring skjásamfélagsins verður opnuð á á neðstu hæð Háskólatorgs Háskóla Íslands á ganginum sem nefnist Tröð fimmtudaginn 22. ágúst. Hún er byggð á nýrri bók Viðars Halldórssonar, prófessors í félagsfræði, sem ber heitið Sjáum samfélagið. Sýningin stendur til 6. september.