Skip to main content

Doktorsvörn í umhverfisfræði - Sarah Olson

Doktorsvörn í umhverfisfræði - Sarah Olson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
10. desember 2024 9:00 til 11:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Doktorsefni:
Sarah Olson

Heiti ritgerðar:
Lífsstíll innan 1,5 gráðu hlýnunarmarka: Greining á neyslutengdum kolefnisfótsporum á Norðurlöndum

Andmælendur:
Dr. Diana Ivanova, lektor í umhverfis- og loftslagsstjórnun, Háskólinn í Leeds, Bretlandi
Dr. Annukka Vainio, prófessor við skógvísindadeild Háskólans í Helsinki, Finnlandi

Leiðbeinandi:
Dr. Jukka Heinonen, prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðdeild Háskóla Íslands

Einnig í doktorsnefnd: Dr. Áróra Árnadóttir, Nýdoktor við Umhverfis og byggingarverkfræðdeild Háskóla Íslands, Ísland Dr. Juudit Ottelin, dósent við orku- og ferliverkfræðideild Norska vísinda- og tækniháskólann, Noregi

Stjórnandi varnar:
Dr. Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor og deildarforseti Umhverfis- og byggingaverkfræðideildar Háskóla Íslands

Ágrip:
Breytingar á lífsstíl og neysluvenjum fólks eru nauðsynlegar til að draga úr loftslagsbreytingum og til að lifa innan 1,5 gráðu hlýnunarmarka. Neysludrifin losun hjá velmegandi þjóðum nær langt yfir þessi viðmið, þrátt fyrir miklar áhyggjur íbúa af loftslagsmálum. Þessi ritgerð skoðar mismunandi valkosti á neysluvenjum með lágu kolefnisfótspori í norrænu samhengi með það að markmiði að greina hvaða áhrif þær hafa á neyslutengd kolefnisfótspor fólks ásamt því að skoða hvernig áhyggjur af loftslagsmálum og hvati til að minnka kolefnisfótspor einstaklinga geti haft á neyslutengd kolefnisfótspor. Eftirfarandi rannsóknarspurningu verður svarað í ritgerðinni: hvernig geta íbúar á norðurlöndum lifað innan 1,5 gráðu hlýnunarmarka? Gögn úr könnun sem reiknaði út kolefnisfótspor íbúa á norðurlöndunum voru notuð til að svara spurningunni þar sem 8000 einstaklingur tóku þátt. Að meðaltali voru kolefnisfótspor þátttakenda yfir 1,5 gráðu samhæfðum mörkum. Lágkolefnisneysluvalkostirnir með lægstu kolefnisfótsporin voru meðal annars grænkerafæði, bíllaus lífsstíll og að sleppa því að fljúga. Neikvæð hliðaráhrif (e. rebound effects) í tengslum við þessar lágkolefnisaðgerðir voru almennt takmarkaðar og óverulegar, sem er í andstöðu við mikið af fyrri rannsóknum. Þátttaka í mörgum af kolefnislágu valkostunum var takmörkuð og svarendur þurftu að mestu að taka þátt í mörgum slíkum til að ná 1,5 gráðu samhæfðu fótspori. Miklar áhyggjur af stöðu loftslagsmála, hvatning og þátttaka í loftslagsaðgerðum ýttu undir lægri kolefnisfótspor sem var þó ekki nóg fyrir 1,5 gráðu samhæfð stig.

Um doktorsefnið:
Sarah Olson er fædd og uppalin í Bandaríkjunum og hún flutti til Íslands árið 2017. Hún lauk M.S. í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands árið 2019. Hún lauk B.S. í grasafræði við University of Wisconsin-Madison árið 2004.

Doktorsefnið Sarah Olson

Doktorsvörn í umhverfisfræði - Sarah Olson