Doktorsvörn í umhverfisfræði - Daniel Ben-Yehoshua
Aðalbygging
Hátíðarsalur
Doktorsefni: Daniel Ben-Yehoshua
Heiti ritgerðar: Áhrif jökulhörfunar á stöðuleika fjallshlíða. Eðli og orsakir óstöðuleika í fjallshlíðum umhverfis Svínafellsjökul, á Suðausturlandi. (The effect of glacier retreat on paraglacial slope stability. On the dynamics of slope instabilities around Svínafellsjökull, Southeast Iceland.)
Andmælendur: Dr. Michel Jaboyedoff, prófessor við Háskólann í Lausanne, Sviss.
Dr. Daniel Shugar, dósent við Háskólann í Calgary, Kanada.
Leiðbeinendur: Dr. Sigurður Erlingsson, prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands
Dr. Þorsteinn Sæmundsson, aðjúnkt við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.
Einnig í doktorsnefnd:
Dr. Reginald L. Hermanns, prófessor við Norska Vísinda- og Tækniháskólann og vísindamaður við Jarðfræðistofnun Noregs, Þrándheimi.
Dr. Eyjólfur Magnússon, vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
Dr. Tómas Jóhannesson, sérfræðingur í ofanflóðahættumati við Veðurstofu Íslands.
Dr. Pascal Lacroix, vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans í Grenoble, Frakklandi.
Doktorsvörn stýrir: Dr. Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor og deildarforseti Umhverfis- og byggingaverkfræðideildar HÍ
Ágrip
Frá lokum Litlu Ísaldar, um 1890, hafa jökulsorfnar fjallshlíðar verið að koma fram undan hörfandi skriðjöklum landsins. Á tímabilinu frá 1995 til 2011, þar sem jökulhörfunin var hröð, komu í ljós ummerki um óstöðuleika fjallshlíða í kringum Svínafellsjökul á Suðausturlandi. Fyrri hluti þessarar rannsóknar beindust að aurflóði sem féll á Svínafallsjökul í febrúar árið 2013. Upptök þess var í setlögum, samsettum úr jaðarurð og skriðuefni, sem smám saman höfðu komið í ljós undan hörfandi jöklinum. Þann 25 og 26 febrúar árið 2013 gekk yfir mikið vatnsveður, sem orsakaði mikil flóð, á suðaustanverðu landinu og hafði jafnmikið úrkomumagn ekki mælst þar áður. Um 24 tímum eftir aðal úrkomutoppinn féll aurflóðið á jökulinn. Skriðuefnið þakti um 1,7km2 af yfirborði hans og hafði einangrandi áhrif á jökulyfirborðið. Í hlíðinni ofan við skriðuefnið frá 2013, sem er nefnd Svarthamrar, hefur komið í ljós um það bil 2 km langt sprungukerfi sem liggur í nyrðri hluta fjallsins og beinist síðari hluti rannsóknarinnar að því sprungukerfi. Sprungukerfið er það stærsta í dalnum og jafnframt eitt það stærsta sem hefur uppgötvast á Íslandi. Sprungur sáust fyrst á yfirborði á fyrsta áratug 21 aldar og hreyfing var á þeim allt til ársins 2018, en eftir það hefur lítil sem engin hreyfing verið sjáanleg í hlíðinni. Leiða má líkum að því að samband hafi verið á milli þynningar jökulsins og aflögunar hlíðarinnar í kringum fyrsta áratug 21 aldarinnar og síðan stöðvun hreyfingarinna vegna aukins fargs uppsafnaðs jökulís neðan við hlíðina undir skriðuefninu frá 2013. Þetta bendir sterklega til þess að jökulfargið fyrir neðan hlíðina hefur áhrif á stöðugleika hlíðarinnar fyrir ofan. Niðurstöður (líkanreikninga) módelútreikninga sýna fram á að jökulþynning hefur afgerandi áhrif á stöðugleika hlíðarinnar. Hin hraða jökulþynning leiðir til þess að tímabundið verður grunnvatnsstaðan í hlíðinni há sem síðan lækkar aftur jafnt og þétt með tíma og nýtt jafnvægi myndast. Hin háa grunnvatnsstaða hefur því tímabundið neikvæð áhrif á stöðugleika hlíðarinnar. Ef jökullinn heldur áfram að þynnast í framtíðinni er ekki hægt að útiloka að hreyfingar hefjist að nýju á hlíðinni. Hvert umfang þeirra og eðli verður er hins vegar óþekkt.
Um doktorsefnið
Daníel lauk BA-prófi í jarðfræði við háskólann í Freiburg í Þýskalandi árið 2014. Sama ár hóf hann meistaranám í jarðfræði við Háskóla Íslands og sem gestameistaranemi við Háskólamiðstöðina á Svalbarða. Frá árinu 2017 starfaði hann sem drónatæknir og landmælingamaður hjá Svarma ehf. Hann hóf doktorsnám við HÍ árið 2020. Hann starfar nú hjá Eflu í Reykjavík sem náttúruvásérfræðingur og í landmælingum.
Doktorsvörn í umhverfisfræði - Daniel Ben-Yehoshua